Körfubolti

NBA í nótt: Besta liðið tapaði | Kobe með 40 stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Curry verst hér Tony Parker í leik Golden State og Golden State.
Curry verst hér Tony Parker í leik Golden State og Golden State. Mynd/AP
Golden State vann afar óvæntan sigur á San Antonio, 107-101, í NBA-deildinni í nótt en þá fóru alls tólf leikir fram.

San Antonio er með bestan árangur allra liða í deildinni og hafði unnið fimm leiki í röð og sextán í röð gegn Golden State. Þetta var aðeins annar tapleikur liðsins í síðustu átján leikjum.

Jarret Jack var með 30 stig og tíu stoðsendingar hjá Golden State og David Lee með 25 stig og 22 fráköst. Stephen Curry átti einnig góðan leik en hann var með átján stig og sex stoðsendingar.

Golden State var þrettán stigum undir í fjórða leikhluta en náði með góðum lokaspretti að tryggja sér sigur. Curry fór þá fyrir sínum mönnum eins og svo oft áður.

Danny Green skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan nítján auk þess að taka átján fráköst.

Kobe Bryant átti stórleik þegar að LA Lakers vann Portland, 111-107. Hann skoraði 40 stig en fyrr í gær var eigandi Lakers, Jerry Buss, borinn til grafar.

Dwight Howard skoraði nítján stig og var með sextán fráköst en þetta var sjöundi sigur Lakers í síðustu tíu leikjum. Liðið er þó enn í níunda sæti Vesturdeildarinnar.

New York tapaði fyrir Toronto, 100-98, og þar með sínum fjórða leik í röð í deildinni. Rudy Gay skoraði 32 stig fyrir Toronto.

Oklahoma City batt hins vegar endi á þriggja leikja taphrinu með sigri á Minnesota, 127-111. Russell Westbrook var með 37 stig og Kevin Durant 27.

Úrslit næturinnar:

Toronto - New York 100-98

Washington - Denver 119-113

Charlotte - Chicago 75-105

Indiana - Detroit 114-82

Brooklyn - Houston 96-106

Atlanta - Sacramento 122-108

Memphis - Orlando 88-82

New Orleans - Dallas 100-104

Oklahoma City - Minnesota 127-111

Phoenix - Boston 88-113

LA Lakers - Portland 111-107

Golden State - San Antonio 107-101

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×