Ýr og Harpa Einars sameina krafta sína Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. febrúar 2013 09:30 Íslensku fatahönnuðirnir Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir hafa ákveðið að sameina krafta sína og vinna um þessar mundir saman að nýju tískumerki. Merkið mun bera nafnið Y-Z, en þær stöllur hafa áður hannað undir nöfnunum YR og Ziska. Afrakstur samstarfsins mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.Ýr segir þessa mynd vera grófa innsýn inn fatamerkið Y-Z.„Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni með Hörpu og fannst það strax alveg ótrúlega spennandi. Þar sem ég var komin á fullt í undirbúning fyrir sýninguna á Reykjavík Fashion Festival ákváðum við að nota grunninn af þeirri vinnu í þetta verkefni og þróa út frá því nýtt konsept. Þetta samstarfsverkefni er í algjörum forgrunni hjá okkur báðum núna", segir Ýr en eins og Vísir greindi frá ákvað Ýr óvænt að draga sig út úr RFF þetta árið.Ýr Þrastardóttir.„Hugmyndafræðin á bak við Y-Z er að samnýta þekkingu okkar, tengslanet og starfsreynslu í að byggja upp merki sem verður sterkara fyrir vikið. Við höfum deilt vinnustofu um hríð og lengi verið á dagskrá að hefja samstarf, segir Ýr, en hún og Harpa eru ekki bara vinnufélagar heldur líka góðar vinkonur.Harpa Einarsdóttir.„ Að koma svona fatalínu á framfæri getur verið mjög mikil vinna því maður þarf að komast í samband við réttu aðilana. Okkur Hörpu fannst því tilvalið að vinna saman og komast þannig sem lengst með þetta. Við höfum báðar verið í New York og París og myndað tengslanet þar, en þessi heimur er í raun mun minni en maður gerir sér grein fyrir. Við erum núna komnar í samstarf við fagaðila á hinum ýmsu sviðum til að byggja upp heildstætt fatamerki sem lítur dagsins ljós von bráðar". RFF Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslensku fatahönnuðirnir Ýr Þrastardóttir og Harpa Einarsdóttir hafa ákveðið að sameina krafta sína og vinna um þessar mundir saman að nýju tískumerki. Merkið mun bera nafnið Y-Z, en þær stöllur hafa áður hannað undir nöfnunum YR og Ziska. Afrakstur samstarfsins mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.Ýr segir þessa mynd vera grófa innsýn inn fatamerkið Y-Z.„Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni með Hörpu og fannst það strax alveg ótrúlega spennandi. Þar sem ég var komin á fullt í undirbúning fyrir sýninguna á Reykjavík Fashion Festival ákváðum við að nota grunninn af þeirri vinnu í þetta verkefni og þróa út frá því nýtt konsept. Þetta samstarfsverkefni er í algjörum forgrunni hjá okkur báðum núna", segir Ýr en eins og Vísir greindi frá ákvað Ýr óvænt að draga sig út úr RFF þetta árið.Ýr Þrastardóttir.„Hugmyndafræðin á bak við Y-Z er að samnýta þekkingu okkar, tengslanet og starfsreynslu í að byggja upp merki sem verður sterkara fyrir vikið. Við höfum deilt vinnustofu um hríð og lengi verið á dagskrá að hefja samstarf, segir Ýr, en hún og Harpa eru ekki bara vinnufélagar heldur líka góðar vinkonur.Harpa Einarsdóttir.„ Að koma svona fatalínu á framfæri getur verið mjög mikil vinna því maður þarf að komast í samband við réttu aðilana. Okkur Hörpu fannst því tilvalið að vinna saman og komast þannig sem lengst með þetta. Við höfum báðar verið í New York og París og myndað tengslanet þar, en þessi heimur er í raun mun minni en maður gerir sér grein fyrir. Við erum núna komnar í samstarf við fagaðila á hinum ýmsu sviðum til að byggja upp heildstætt fatamerki sem lítur dagsins ljós von bráðar".
RFF Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira