Viðskipti erlent

Skotum ber að halda breska pundinu þrátt fyrir sjálfstæði

Fari svo að Skotar ákveði að slíta tengsl landsins við Stóra-Bretland í þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári ber sjálfstæðu Skotlandi að halda áfram breska pundinu sem gjaldmiðli sínum.

Þetta er niðurstaðan í skýrslu sem samin var af efnahagsráðgjöfum Alex Salmond forsætisráðherra Skotlands. Niðurstöður skýrslunnar verða gerða opinberar í dag.

Það sem liggur að baki þessari niðurstöðu er m.a. hin miklu viðskipti sem eru á milli Skota og annarra landa innan Stóra-Bretlands.

Skoðanakannanir sýna að 47% Skota vilja tilheyra Stóra-Bretlandi áfram en 32% vilja sjálftstætt Skotland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×