Fótbolti

Zidane: Beckham er klassamaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham og  Zinedine Zidane.
David Beckham og Zinedine Zidane. Mynd/Nordic Photos/Getty
Franska fótbolta-goðsögnin Zinedine Zidane sparar ekki hrósið þegar hann var spurður út í nýja leikmann Paris Saint-Germain, David Beckham, í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina Canal+.

David Beckham mætir á sína fyrstu æfingu með Paris Saint-Germain í dag daginn eftir að hann hitti liðsfélagana í fyrsta sinn í tengslum við 2-1 sigurleikinn á móti Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í gær.

„Beckham er maður sem kemur 45 mínútum of snemma á æfingu og fer ekki fyrr en hálftíma eftir að allir eru farnir. Hann er frábær atvinnumaður og ætti að hafa góð áhrif á leikmenn liðsins þegar kemur að fagmennsku," sagði Zinedine Zidane.

„Hann er orðinn 37 ára gamall og getur því ekki spilað í 90 mínútur í öllum leikjum. Hann er samt maður í að hafa mikil áhrif á leiki á þeim 20 eða 30 mínútum sem hann fær. Þetta er maður sem elskar sportið og ástríðan er enn til staðar þrátt fyrir árin 37. Beckham er klassamaður," sagði Zidane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×