Enski boltinn

David de Gea: Ég er orðinn miklu betri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David de Gea.
David de Gea. Mynd/Nordic Photos/Getty
David de Gea, markvörður Manchester United, segist hafa bætt sig mikið síðan að hann kom til United en hann er nú á sínu öðru tímabili á Old Trafford.

Manchester United keypti hann á 18 milljónir punda frá Atletico Madrid sumarið 2011 en síðan þá hefur spænski markvörðurinn mátt þola harða og óvæga gagnrýni fyrir frammistöðu sína í marki United.

„Auðvitað er það alveg eðlilegt að menn gangi í gegnum einhverjar lægðir þegar þeir koma inn í nýtt lið. Það mikilvægasta í stöðunni er að læra af mistökunum og reyna að bæta sig," sagði David de Gea.

„Ég veit að ég er miklu betri markvörður í dag en þegar ég kom fyrst til Manchester United," sagði David de Gea.

David de Gea hefur fengið á sig 29 mörk í 26 leikjum í öllum keppnum með United á þessu tímabili en á öllu síðasta tímabili fékk hann á sig 47 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum.

De Gea hélt marki sínu fimmtán sinnum hreinu allt síðasta tímabil en hefur haldið hreinu sex sinnum á þessari leiktíð.

David de Gea verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Manchester United mætir Real Madrid á Santiago Bernabeu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×