Man. Utd nældi í jafntefli í Madrid 13. febrúar 2013 13:47 Welbeck kemur hér Man. Utd yfir í leiknum. Man. Utd er í fínni stöðu í rimmu sinni gegn Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli í Madrid í kvöld. United á síðari leikinn á heimavelli. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og sóttu nokkuð fast að marki Man. Utd. Coentrao komst næst því að skora en De Gea varði stórkostlega frá honum. Man. Utd átti sínar sóknir og Welbeck kom þeim yfir með skallamarki á 20. mínútu. Hann framlengdi þá hornspyrnu Rooney í netið. Sergio Ramos fær engin verðlaun fyrir varnarleik í horninu. Real lagði ekki árar í bát og snillingurinn Ronaldo skoraði tíu mínútum síðar. Fékk þá sendingu í teiginn frá Di Maria. Hann er nokkuð frá markinu en skallinn er fastur og hnitmiðaður. Evra í dekkningunni en hann rennur í teignum og nær ekki að snerta Portúgalann. Real vildi fá víti síðar er Phil Jones stjakaði við Di Maria í teignum. Ekkert dæmt. Heimamenn sterkari og voru ekki fjarri því að bæta við fyrir hlé. Allt kom þó fyrir ekki og staðan í leikhléi 1-1. Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, átti líklega að fá rautt spjald snemma í síðari hálfleik er hann virtist brjóta á Patrice Evra sem var að sleppa í gegn. Dómarinn dæmdi ekkert. Afar umdeilt atvik. Tæpum 20 mínútum fyrir leikslok átti Van Persie að koma United yfir. Hann átti fyrst skot í slána. Nokkrum sekúndum síðar var hann einn á auðum sjó í teignum en hitti boltann illa og Xabi bjargaði rétt áður en boltinn fór inn fyrir línuna. Eftir sem áður stýrði Real Madrid umferðinni. Liðið skapaði sér nokkuð af færum en de Gea var vandanum vaxinn í markinu. Lokatölur 1-1 sem hljóta að vera vonbrigði fyrir heimamenn sem áttu aragrúa færa í leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira
Man. Utd er í fínni stöðu í rimmu sinni gegn Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli í Madrid í kvöld. United á síðari leikinn á heimavelli. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og sóttu nokkuð fast að marki Man. Utd. Coentrao komst næst því að skora en De Gea varði stórkostlega frá honum. Man. Utd átti sínar sóknir og Welbeck kom þeim yfir með skallamarki á 20. mínútu. Hann framlengdi þá hornspyrnu Rooney í netið. Sergio Ramos fær engin verðlaun fyrir varnarleik í horninu. Real lagði ekki árar í bát og snillingurinn Ronaldo skoraði tíu mínútum síðar. Fékk þá sendingu í teiginn frá Di Maria. Hann er nokkuð frá markinu en skallinn er fastur og hnitmiðaður. Evra í dekkningunni en hann rennur í teignum og nær ekki að snerta Portúgalann. Real vildi fá víti síðar er Phil Jones stjakaði við Di Maria í teignum. Ekkert dæmt. Heimamenn sterkari og voru ekki fjarri því að bæta við fyrir hlé. Allt kom þó fyrir ekki og staðan í leikhléi 1-1. Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, átti líklega að fá rautt spjald snemma í síðari hálfleik er hann virtist brjóta á Patrice Evra sem var að sleppa í gegn. Dómarinn dæmdi ekkert. Afar umdeilt atvik. Tæpum 20 mínútum fyrir leikslok átti Van Persie að koma United yfir. Hann átti fyrst skot í slána. Nokkrum sekúndum síðar var hann einn á auðum sjó í teignum en hitti boltann illa og Xabi bjargaði rétt áður en boltinn fór inn fyrir línuna. Eftir sem áður stýrði Real Madrid umferðinni. Liðið skapaði sér nokkuð af færum en de Gea var vandanum vaxinn í markinu. Lokatölur 1-1 sem hljóta að vera vonbrigði fyrir heimamenn sem áttu aragrúa færa í leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira