Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2013 00:01 Mynd/Nordic Photos/Getty Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast. Íþróttir Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast.
Íþróttir Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira