Körfubolti

Brot af því besta frá troðslukeppninni í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Terrence Ross, nýliði Toronto Raptors, er nýr troðslukóngur NBA-deildarinnar í körfubolta en hann vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar í nótt. Ross fékk hörku keppni en troðslukeppnin tókst vel í ár.

Terrence Ross fékk 58 prósent atkvæðanna í úrslitunum en Jeremy Evans, fráfarandi meistari fékk 42 prósent. Ross var fulltrú Austurdeildarinnar og fékk 99 af 100 mögulegum stigum í undanúrslitunum. Evans var hinsvegar fulltrúi Vesturdeildarinnar eftir að haga fengið 90 stig í undanúrslitunum eða aðeins einu stigi meira en Eric Bledsoe og Kenneth Faried.

Terrence Ross er 22 ára gamall og 198 sm á hæð. Hann spilaði fyrir Washington Huskies í háskólaboltanum en var valinn númer átta í nýliðavalinu síðasta sumar.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af flottustu troðslum kvöldsins en þessir strákar geta allir hoppað á því liggur enginn vafi.



Terrence Ross




Terrence Ross




Gerald Green




Eric Bledsoe


Kenneth Faried


James White


Jeremy Evans


NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×