Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er fimmtugur í dag. Þessi ótrúlegi leikmaður er talinn besti körfuboltamaður allra tíma og er án efa sá allra frægasti.
Jordan fæddist þann 17. febrúar árið 1963. Hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu og þaðan fór leikmaðurinn til Chicago Bulls þar sem hann vann sex meistaratitla með liðinu í NBA-deildinni.
Það ganga margir það langt að kalla Michael Jordan besta íþróttamann sögunnar og er hann svo sannarlega vel að þeim titli kominn.
Hér að ofan má sjá sérstakt myndband vegna stórafmælis Jordan.
Körfubolti