Viðskipti erlent

Smástirnið sem sveif framhjá jörðinni allt að 26.000 milljarða virði

Smástirnið sem sveif framhjá jörðinni í mjög lítilli fjarlægð fyrir helgina gæti verið allt að 200 milljarða dollara eða 26.000 milljarða króna virði.

Þetta kemur fram í mati á verðmæti þessa smástirnis hjá fyrirtækinu Deep Space Industries sem ætlar sér að stunda námuvinnslu á smástirnum í grennd við jörðina í framtíðinni. Verðmætið er að mestu fólgið í eðalmálmum sem finna má í smástirni þessu.

Rick Tumlinsson stjórnarformaður Deep Space Industries segir að smástirnið sé dæmi um mikilvægi námuvinnslu í geimnum. Hún gæti verndað jörðina fyrir árekstrum við þau samhliða þess að námuvinnslan skilaði hagnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×