Viðskipti erlent

Opnun nýs flugvallar við Berlin frestað í fjórða sinn

Búið er að fresta opnun á nýja alþjóðaflugvellinum við Berlín í fjórða sinn.

Flugvöllinn sem ber nafnið Berlin-Brandenburg átti upphaflega að taka í notkun árið 2010. Síðan hefur opnun hans sífellt verið frestað vegna ýmissa hönnunargalla í flugstöðvarbyggingunni.

Það er sérstaklega eldvarnakerfi byggingarinnar sem valdið hefur seinkun á opnuninni og það er enn ekki komið í lag þremur árum eftir að hefja átti flug til og frá þessum flugvelli.

Þúsundir af öðrum smærri göllum á enn eftir lagfæra. Í frétt um málið á börsen segir að sennilega komist þessi flugvöllur ekki í gagnið fyrr en á næsta ári.

Berlin-Brandenburg flugvöllurinn á að taka við flugumferð frá tveimur öðrum flugvöllum við Berlín, það er Tegel og Schönefeld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×