Viðskipti erlent

Rekstrarhagnaður Statoil 4.600 milljarðar í fyrra

Rekstrarhagnaður norska olíurisans Statoil nam rúmlega 200 milljörðum norskra króna á síðasta ári eða sem svarar til 4.600 milljarða króna.

Rekstrarhagnaðurinn jókst um 7% frá fyrra ári. Í frétt um málið á vefsíðunni e24 segir að Statoil hafi framleitt rétt rúmlega 2 milljónir tunna á dag í fyrra. Félagið reiknar með að ná marki sínu um framleiðslu upp á 2,5 milljónir tunna á dag árið 2020.

Fram kemur í fréttinni að Statoil ætlar að fjárfesta fyrir rúmlega 100 milljarða norskra króna á þessu ári í rekstri sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×