Fimm eiga góðan möguleika á því að tryggja sig inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Mynd/Stefán Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara). Frjálsar íþróttir Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara).
Frjálsar íþróttir Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira