Viðskipti erlent

Hneykslið hjá Banca Monte gæti skaðað orðspor Mario Draghi

Hneykslið sem nú skekur elsta banka heimsins, hinn ítalska Banca Montre dei Paschi, gæti haft áhrif á komandi þingkosningar á Ítalíu og það gæti einnig skaðað orðspor Mario Draghi bankastjóra Evrópska seðlabankans.

Í ljós er komið að Banca Monte þarf mikinn stuðing frá ítalska ríkinu til að halda sér á floti, eða 3,9 milljarða evra m.a. eftir að hafa tapað 720 milljónum evra eða 125 milljörðum króna á þremur afleiðuviðskiptum á árinum 2006 til 2009. Þetta tap var falið í bókhaldi bankans en er nú til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Ítalíu.

Draghi var seðlabankastjóri Ítalíu þegar þessi viðskipti áttu sér stað og stjórnarandstaðan spyr hvort hann hafi vitað af þessum viðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×