Viðskipti erlent

Boðar hagvöxt í Grikklandi í lok ársins

Yannis Stournaras fjármálaráðherra Grikklands segir að það versta sé að baki í efnahagshremmingum landsins og að hann eigi von á hagvexti í landinu í lok þess árs og á því næsta.

Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann á vefsíðu BBC. Hann segir einnig að úr þessu séu hverfandi líkur á því að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið.

Fram kemur í máli ráðherrans að grísku stjórnvöldum hafi loksins tekist að snúa hinni slæmu efnahagsþróun landsins við og að meiri bjartsýni ríki en áður.

Það er þó langur vegur framundan enda er atvinnuleysi í Grikklandi tæp 27% sem stendur og opinberar skuldir eru gífurlegar eða um 180% af landsframleiðslu landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×