Netheimar harmi slegnir 13. janúar 2013 10:08 MYND/AP Netheimar eru harmi slegnir yfir andláti hins 26 ára gamla Aaron Swartz en hann svipti sig lífi í íbúð sinni í New York á föstudaginn. Swartz var afar litrík persóna. Hann var aðeins 14 ára gamall þegar hann forritaði fyrstu útgáfurnar af RSS-kóðanum en með honum er hægt að dreifa efni og gögnum einnar vefsíðu á margar. Swartz kom einnig að þróun vefsíðunnar Reddit sem margir þekkja. Á síðustu árum barðist Swartz fyrir frelsi á veraldarvefnum og var einn af stofnendum Demand Progress þrýstihópsins. Þar barðist hann gegn ritskoðun á internetinu. Fyrir nokkru var Swartz ákærður fyrir gagnastuld. Grunur lék á að hann hefði brotist inn í gagnabanka JSTOR upplýsingaveitunnar og rænt þaðan milljónum fræðigreina. Swartz neitaði sök en réttarhöld yfir honum áttu að hefjast í næsta mánuði. Hann átti margra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Lögmaður Swartz staðfesti fráfall við fréttablað MIT, The Tech, í gær. Þá er einnig haft eftir réttarlækni að Swartz hafi hengt sig. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Netheimar eru harmi slegnir yfir andláti hins 26 ára gamla Aaron Swartz en hann svipti sig lífi í íbúð sinni í New York á föstudaginn. Swartz var afar litrík persóna. Hann var aðeins 14 ára gamall þegar hann forritaði fyrstu útgáfurnar af RSS-kóðanum en með honum er hægt að dreifa efni og gögnum einnar vefsíðu á margar. Swartz kom einnig að þróun vefsíðunnar Reddit sem margir þekkja. Á síðustu árum barðist Swartz fyrir frelsi á veraldarvefnum og var einn af stofnendum Demand Progress þrýstihópsins. Þar barðist hann gegn ritskoðun á internetinu. Fyrir nokkru var Swartz ákærður fyrir gagnastuld. Grunur lék á að hann hefði brotist inn í gagnabanka JSTOR upplýsingaveitunnar og rænt þaðan milljónum fræðigreina. Swartz neitaði sök en réttarhöld yfir honum áttu að hefjast í næsta mánuði. Hann átti margra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Lögmaður Swartz staðfesti fráfall við fréttablað MIT, The Tech, í gær. Þá er einnig haft eftir réttarlækni að Swartz hafi hengt sig.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent