Viðskipti erlent

Kínverska juanið ekki sterkara í 19 ár

Gengi kínverska juansins hefur ekki verið sterkara gagnvart dollaranum í 19 ár.

Kínverski seðlabankinn hefur fastsett gengið undanfarna þrjá daga við tæplega 6,3 á móti dollaranum en leyfir því síðan að sveiflast til og frá um 1% áður en hann grípur inn í með kaupum eða sölu. Í morgun var gengið skráð á rúmlega 6,2 á móti dollaranum eða við efri vikmörkin.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að gengið eigi eftir að styrkjast enn í náinni framtíð vegna efnahagsuppgangsins í Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×