NRA beinir sjónum sínum að börnum Obama Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2013 16:47 Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) kalla Barack Obama Bandaríkjaforseta hræsnara í nýrri auglýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu á vegum samtakanna. Í auglýsingunni gagnrýna samtökin forsetann fyrir að láta öryggisverði fylgja dætrum sínum hvert fótmál á leið sinni í og úr skólanum. Á sama tíma berjist Obama gegn því að vopnaðir öryggisverðir gæti annarra barna í skólunum. Fjölmiðlar vestanhafs benda þó á að öryggisverðir hafi gætt nánustu ættingja forseta landsins frá árinu 1917. „Eru börn forsetans mikilvægari en þín?" segir í upphafi auglýsingarinnar. „Hvers vegna er hann fullur efasemda um að setja vopnaða öryggisverði í grunnskólana þegar hans eigin barna er gætt af vopnuðum vörðum í skólanum?" Reiknað er með því að Obama kynni nýja áætlun um aukið eftirlit með skotvopnum vestanhafs síðar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnaeftirlit vestanhafs eftir skotárásina í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown í Connecticut á dögunum. 27 létust í árásinni, þar af 20 börn. Auglýsing NRA birtist á vefsíðu þar sem herferð þeirra, „Stand and fight" eða „Stöndum í fæturnar og berjumst", er í brennidepli. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) kalla Barack Obama Bandaríkjaforseta hræsnara í nýrri auglýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu á vegum samtakanna. Í auglýsingunni gagnrýna samtökin forsetann fyrir að láta öryggisverði fylgja dætrum sínum hvert fótmál á leið sinni í og úr skólanum. Á sama tíma berjist Obama gegn því að vopnaðir öryggisverðir gæti annarra barna í skólunum. Fjölmiðlar vestanhafs benda þó á að öryggisverðir hafi gætt nánustu ættingja forseta landsins frá árinu 1917. „Eru börn forsetans mikilvægari en þín?" segir í upphafi auglýsingarinnar. „Hvers vegna er hann fullur efasemda um að setja vopnaða öryggisverði í grunnskólana þegar hans eigin barna er gætt af vopnuðum vörðum í skólanum?" Reiknað er með því að Obama kynni nýja áætlun um aukið eftirlit með skotvopnum vestanhafs síðar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnaeftirlit vestanhafs eftir skotárásina í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown í Connecticut á dögunum. 27 létust í árásinni, þar af 20 börn. Auglýsing NRA birtist á vefsíðu þar sem herferð þeirra, „Stand and fight" eða „Stöndum í fæturnar og berjumst", er í brennidepli. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira