Viðskipti erlent

Þjóðverjar flytja heim 674 tonna gullforða sinn frá París og New York

Seðlabanki Þýskalands er nú að undirbúa heimflutning á gullforða þeim sem Þjóðverjar hafa geymt í París og New York.

Um er að ræða 374 tonn í París og 300 tonn í New York eða samtals 57.000 gullstangir. Verðmæti þessa gulls nemur 27 milljörðum evra eða yfir 4.600 milljörðum kr.

Þessi gullforði hefur safnast saman frá því á tímum kalda stríðsins. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að gullið í París verði flutt með flutningabílum til Þýskalands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×