Körfubolti

Metframmistaða Vucevic dugði ekki gegn Miami

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
J.J. Redick, leikstjórnandi Orlando, hendir sér á eftir boltanum í nótt.
J.J. Redick, leikstjórnandi Orlando, hendir sér á eftir boltanum í nótt. Nordicphotos/Getty
Nikola Vucevic tók 29 fráköst fyrir Orlando Magic þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Miami Heat 112-110 eftir framlengdan Flórída-slag í nótt.

Vucevic skoraði 20 stig auk frákastanna 29 sem er met í sögu Orlando Magic. Svartfellingurinn bætti met Shaquille O'Neal frá 1993 um eitt frákast. Frammistaða heimamanna kom töluvert á óvart eftir fimm tapleiki í röð enda fjölmargir lykilmenn liðsins enn frá vegna meiðsla.

LeBron James skoraði 36 stig þrátt fyrir að hitta ekkert sérstaklega vel. Dwyane Wade skoraði 21 stig og Chris Bosh 19 stig.

Önnur úrslit í nótt

Chicago Bulls 81-91 Carlotte Bobcats

Indiana Pacers 88-83 Memphis Grizzles

Orlando Magic 110-112 Miami Heat

San Antonio Spurs 104-73 Brooklyn Nets

Houston Rockets 123-104 Atlanta Hawks

Oklahoma Thunder 114-96 Phoenix Suns

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×