Kobe: Langt síðan ég hef leikið betur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. janúar 2013 20:45 Mynd/Nordic Photos/Getty „Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans. NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira
„Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans.
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira