Komin með alveg upp í kok af þessu samfélagi 3. janúar 2013 08:45 Mynd/Helga og fótósjoppaðar forsíður glanstímarita. Lífið hafði samband við 14 ára Helgu Maríu Helgadóttur og bað hana um leyfi til að birta þessa frábæru hugleiðingu sem hún skrifaði á Facebooksíðuna sína en þar segist Helga vera komin með nóg af þessum heimi sem hún lifir í þegar kemur að útlitskröfum. Pistill Helgu í heild sinni: "Ókei shit ég get þetta ekki lengur. Ég er komin með alveg mikið meira en upp í kok af þessu samfélagi, þessum heimi sem við lifum í og þessum óraunhæfu staðalímyndum sem við eigum að líkjast! Ég er komin með nóg að því að líða illa yfir líkama mínum afþví að ég er ekki með grönn læri, af því ég er ekki með grannt andlit og af því ég er ekki með einhvern fullkominn sléttan maga! Af hverju á mér að líða illa yfir því? Af hverju finnst mér stanslaust eins og ég þurfi að svelta mig til að líða vel? Af hverju má ég ekki vera flott og fín nákvæmlega eins og ég er? Ég er alls ekki að stuðla til þess að lifa óheilbrigðum lífsstíl eða þá að sé í lagi að borða óhollt eins og svín og lifa bara fyrir framan sjónvarpið. Auðvitað borða ég að mestu hollan mat og hreyfi mig reglulega en því miður er ég bara ekki ein af þeim með fullkominn maga. En enn og aftur, hver ákveður hvað er fullkominn magi? Af hverju getur minn magi ekki alveg eins verið fullkominn? Og þó enginn sé að segja mér að ég þurfi að grennast eða taka mig á eða eitthvað, þá líður mér eins og ég sé undir stöðugri pressu, að ég þurfi að vera með flatan maga. Eins og mér á ekki að þurfa að líða illa yfir því að fara í sund með vinum mínum! Ég ákvað því að mín áramótaheit skyldu verða að vera ánægð og stolt af líkama mínum hvernig sem hann er þó eg ætli að demba mér líka í gott átak. Þess vegna ætla ég að setja þessa mynd af mínum maga hérna inná og auk þess vera ómáluð og með ekkert filter og bara vera stolt af því! Haha varð bara að koma þessu út. Takk fyrir að lesa ef þú nenntir því og ég hvet þig til að vera ánægð/ur með sjálfan þig sama hvernig þú ert! :) ást og friður."Staðalímyndir kvenna eru óraunhæfar. Þar koma glanstímaritin sterk inn.Hvernig hafa viðbrögð vina þinna verið við pistlinum?"Þau hafa verið alveg æðisleg. Ég hef ekki fengið neitt annað en svo flott skilaboð hérna á Facebook og ég hefði aldrei trúað því hvað fólk er yndælt. Ég hef séð reyndar eitt og eitt skítakomment en bjóst alveg við því og læt það ekkert á mig hafa," svarar Helga sem verður 15 ára í janúar. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
Lífið hafði samband við 14 ára Helgu Maríu Helgadóttur og bað hana um leyfi til að birta þessa frábæru hugleiðingu sem hún skrifaði á Facebooksíðuna sína en þar segist Helga vera komin með nóg af þessum heimi sem hún lifir í þegar kemur að útlitskröfum. Pistill Helgu í heild sinni: "Ókei shit ég get þetta ekki lengur. Ég er komin með alveg mikið meira en upp í kok af þessu samfélagi, þessum heimi sem við lifum í og þessum óraunhæfu staðalímyndum sem við eigum að líkjast! Ég er komin með nóg að því að líða illa yfir líkama mínum afþví að ég er ekki með grönn læri, af því ég er ekki með grannt andlit og af því ég er ekki með einhvern fullkominn sléttan maga! Af hverju á mér að líða illa yfir því? Af hverju finnst mér stanslaust eins og ég þurfi að svelta mig til að líða vel? Af hverju má ég ekki vera flott og fín nákvæmlega eins og ég er? Ég er alls ekki að stuðla til þess að lifa óheilbrigðum lífsstíl eða þá að sé í lagi að borða óhollt eins og svín og lifa bara fyrir framan sjónvarpið. Auðvitað borða ég að mestu hollan mat og hreyfi mig reglulega en því miður er ég bara ekki ein af þeim með fullkominn maga. En enn og aftur, hver ákveður hvað er fullkominn magi? Af hverju getur minn magi ekki alveg eins verið fullkominn? Og þó enginn sé að segja mér að ég þurfi að grennast eða taka mig á eða eitthvað, þá líður mér eins og ég sé undir stöðugri pressu, að ég þurfi að vera með flatan maga. Eins og mér á ekki að þurfa að líða illa yfir því að fara í sund með vinum mínum! Ég ákvað því að mín áramótaheit skyldu verða að vera ánægð og stolt af líkama mínum hvernig sem hann er þó eg ætli að demba mér líka í gott átak. Þess vegna ætla ég að setja þessa mynd af mínum maga hérna inná og auk þess vera ómáluð og með ekkert filter og bara vera stolt af því! Haha varð bara að koma þessu út. Takk fyrir að lesa ef þú nenntir því og ég hvet þig til að vera ánægð/ur með sjálfan þig sama hvernig þú ert! :) ást og friður."Staðalímyndir kvenna eru óraunhæfar. Þar koma glanstímaritin sterk inn.Hvernig hafa viðbrögð vina þinna verið við pistlinum?"Þau hafa verið alveg æðisleg. Ég hef ekki fengið neitt annað en svo flott skilaboð hérna á Facebook og ég hefði aldrei trúað því hvað fólk er yndælt. Ég hef séð reyndar eitt og eitt skítakomment en bjóst alveg við því og læt það ekkert á mig hafa," svarar Helga sem verður 15 ára í janúar.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“