Viðskipti erlent

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af Kambódíu

Magnús Halldórsson skrifar
Víða er mikil fátækt í Kambódíu, og mannréttindi eru fótum troðin, í fátækustu hlutum landsins.
Víða er mikil fátækt í Kambódíu, og mannréttindi eru fótum troðin, í fátækustu hlutum landsins.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af því að mikill vöxtur efnahagslífsins í Kambódíu undanfarin misseri, muni snúast upp í mikil vandamál. Ástæðan er ör vöxtur, en lán banka til fyrirtækja í einkageiranum hafa aukist um þriðjung á einu ári, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun.

Mikil fátækt er víða í Kambódíu, en íbúa landsins eru 14,3 milljónir, samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Á undanförnum árum hefur mikil uppbygging einkennt þéttbýlustu svæði landsins. Hún hefur verið borin uppi með miklum lánum, og af því hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miklar áhyggjur.

Sjá má frétt BBC um áhyggjur AGS, af stöðu mála í Kambódíu, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×