Reykjavík er hlaupaborg Hjálmar Sveinsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun