Kirkja og klúbbur Eggert Eggertsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun