Aukið á réttaróvissu Guðjón Jensson skrifar 21. desember 2012 06:00 Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti." Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd", sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins. Nefnd þessi hafði mjög ítarlegt vald til að rannsaka og úrskurða um eignarrétt. Verður úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra sem æðra stjórnvalds (14. gr.) heldur skyldi sá sem þótti sig bera halla af úrskurði nefndarinnar höfða einkamál innan 6 mánaða frá því að hann hafði verið birtur í Lögbirtingarblaði (19. gr.). Þar með er sönnunarbyrðinni snúið við, þ.e. úrskurður Óbyggðanefndar stendur uns honum hefur verið hnekkt. Niðurstaðan getur verið glannaleg, byggð á nokkuð frjálslegri túlkun heimilda. Ber þá þeim sem ekki vill una að stefna ríkisvaldinu um endurheimt eignarréttar síns og færa sönnur fyrir máli sínu. Hafa mörg kostuleg dæmi verið nefnd í þessu sambandi. Má þar nefna svonefndan Geitlandsdóm þar sem norðanverður Kaldidalur er dæmdur þjóðlenda með vísun í Landnámu en eignarréttur Reykholtskirkju hundsaður þrátt fyrir að kirkjan eigi Geitland með skógi, en svo stendur skýrum stöfum í Reykholtsmáldaga, sem er elst varðveitt skjal á Íslandi (elsti hluti hans talinn vera frá 1185, Saga Íslands II:75). Geitlandsdómur Um Geitlandsdóm Hæstaréttar hefur dr. Einar Gunnar Pétursson skrifað: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/564037/ Þá má nefna vægast sagt undarlega niðurstöðu Óbyggðanefndar um Lónsöræfi, en fyrir um öld voru eiganda Stafafells í Lóni seld öræfi þessi af sama aðila, ríkisvaldinu, og nú hefur yfirtekið án bóta. Á slóðinni: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584227/ má lesa óánægju landeigenda í Austur-Skaftafellssýslu um kröfur Óbyggðanefndar á hendur þeim. Þeir telja, sem réttilegt er, að ríkisvaldið sé að ganga á stjórnarskrárvarinn eignarrétt þeirra. Þá er einnig góð grein um Stafafell í Lóni eftir Gunnlaug Ólafsson: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1138328/ En hvernig er háttað heimildaöflun þeirra sem málið varðar vegna eignarréttar? Í opinberum skjalasöfnum er umtalsvert magn skjala sem varða eignarrétt. Talið er að nálægt 16 þúsund skjöl liggi órannsökuð hjá Árnastofnun, Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Ekki er ljóst hvort þar kunna að vera heimildir um eignarhald á landi sem dæmt hefur verið sem þjóðlenda. Því kann að vera að síðar komi í leitirnar sönnunargögn um eignarrétt á landi sem ekki var vitað um þegar niðurstaða var fengin í dómsmálum um þjóðlendur á Íslandi. (Heimild: http://landeigendur.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/fundargerd_lli_2010_adalfundur/$file/fundargerd_lli_2010_adalfundur.pdf) Ljóst er að þjóðlendumál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. Hefur verið farið af stað meira af kappi en forsjá? Heimildir um eignarrétt jarða, sveitarfélaga og annarra aðila þarf að rannsaka betur en verið hefur. Veita þarf aukið fé til þessara mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti." Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd", sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins. Nefnd þessi hafði mjög ítarlegt vald til að rannsaka og úrskurða um eignarrétt. Verður úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra sem æðra stjórnvalds (14. gr.) heldur skyldi sá sem þótti sig bera halla af úrskurði nefndarinnar höfða einkamál innan 6 mánaða frá því að hann hafði verið birtur í Lögbirtingarblaði (19. gr.). Þar með er sönnunarbyrðinni snúið við, þ.e. úrskurður Óbyggðanefndar stendur uns honum hefur verið hnekkt. Niðurstaðan getur verið glannaleg, byggð á nokkuð frjálslegri túlkun heimilda. Ber þá þeim sem ekki vill una að stefna ríkisvaldinu um endurheimt eignarréttar síns og færa sönnur fyrir máli sínu. Hafa mörg kostuleg dæmi verið nefnd í þessu sambandi. Má þar nefna svonefndan Geitlandsdóm þar sem norðanverður Kaldidalur er dæmdur þjóðlenda með vísun í Landnámu en eignarréttur Reykholtskirkju hundsaður þrátt fyrir að kirkjan eigi Geitland með skógi, en svo stendur skýrum stöfum í Reykholtsmáldaga, sem er elst varðveitt skjal á Íslandi (elsti hluti hans talinn vera frá 1185, Saga Íslands II:75). Geitlandsdómur Um Geitlandsdóm Hæstaréttar hefur dr. Einar Gunnar Pétursson skrifað: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/564037/ Þá má nefna vægast sagt undarlega niðurstöðu Óbyggðanefndar um Lónsöræfi, en fyrir um öld voru eiganda Stafafells í Lóni seld öræfi þessi af sama aðila, ríkisvaldinu, og nú hefur yfirtekið án bóta. Á slóðinni: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584227/ má lesa óánægju landeigenda í Austur-Skaftafellssýslu um kröfur Óbyggðanefndar á hendur þeim. Þeir telja, sem réttilegt er, að ríkisvaldið sé að ganga á stjórnarskrárvarinn eignarrétt þeirra. Þá er einnig góð grein um Stafafell í Lóni eftir Gunnlaug Ólafsson: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1138328/ En hvernig er háttað heimildaöflun þeirra sem málið varðar vegna eignarréttar? Í opinberum skjalasöfnum er umtalsvert magn skjala sem varða eignarrétt. Talið er að nálægt 16 þúsund skjöl liggi órannsökuð hjá Árnastofnun, Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Ekki er ljóst hvort þar kunna að vera heimildir um eignarhald á landi sem dæmt hefur verið sem þjóðlenda. Því kann að vera að síðar komi í leitirnar sönnunargögn um eignarrétt á landi sem ekki var vitað um þegar niðurstaða var fengin í dómsmálum um þjóðlendur á Íslandi. (Heimild: http://landeigendur.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/fundargerd_lli_2010_adalfundur/$file/fundargerd_lli_2010_adalfundur.pdf) Ljóst er að þjóðlendumál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. Hefur verið farið af stað meira af kappi en forsjá? Heimildir um eignarrétt jarða, sveitarfélaga og annarra aðila þarf að rannsaka betur en verið hefur. Veita þarf aukið fé til þessara mála.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun