Misskilningur verður blaðagrein Sigurður Erlingsson skrifar 21. desember 2012 06:00 Grein Hreiðars Más Hermannssonar í Fréttablaðinu þann 18. desember, „Þegar viðskipti verða fjárfesting", byggir að miklu leyti á þeim grundvallarmisskilningi að eignir Íbúðalánasjóðs eigi að leigja út á kostnaðarverði. Það er rangt, því slíkt hefur aldrei staðið til. Leiguverð Íbúðalánasjóðs fylgir markaðsverði á leigumarkaði, sem byggt er á upplýsingum úr þúsundum þinglýstra leigusamninga. Atriði í greininni sem þarfnast leiðréttingar lúta aðallega að eftirfarandi: Ÿ Íbúðalánasjóður er ekki gjaldþrota. Ÿ Íbúðalánasjóður hefur þegar heimild til að leigja út íbúðir. Stofnun félags er því ekki forsenda þess. Ÿ Leiguíbúðir Íbúðalánasjóðs eru og verða leigðar út á markaðsverði – ekki kostnaðarverði. Ÿ Í 750 af 880 leiguíbúðum sjóðsins búa fjölskyldur eða einstaklingar sem bjuggu í íbúðunum við nauðungarsölu. Ÿ Nýtt leigufélag verður tímabundið í eigu Íbúðalánasjóðs en samkvæmt lögum verður rekstur þess og stjórn fullkomlega aðskilin frá sjóðnum. Fullnustueignir Íbúðalánasjóðs eru hlutfallslega flestar á Suðurnesjum, en þar á sjóðurinn tæp 8% íbúða á svæðinu, ekki 20% eins og dæmisagan í greininni tiltekur. Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín margar eignir frá hruni og 2.193 íbúðir eru nú í eigu sjóðsins. Unnið er faglega og lögum samkvæmt að því að leysa þann vanda fólks sem hægt er að leysa og bjarga þeim verðmætum sem hægt er að bjarga. Eignir eru skipulega undirbúnar og skráðar í sölu í gegnum fasteignasölur landsins, án þess að vera merktar sérstaklega. Við sölu eignanna er Íbúðalánasjóður ekki eingöngu að gæta eigin hagsmuna, því hærra söluverð eignar þýðir lægri skuld þess sem missti hana. Íbúðalánasjóður gerir sitt ýtrasta til að gæta jafnræðis og meðalhófs í öllum aðgerðum. Ómögulegt er að þóknast öllum sjónarmiðum, sem sést best á því að sjóðurinn hefur undanfarið fengið jöfnum höndum gagnrýni fyrir að leigja of lítið, að leigja of mikið, að selja of hratt og að selja of hægt. Eina svar starfsmanna Íbúðalánasjóðs við þessari gagnrýni úr öllum áttum er að ástunda fagmannleg og hlutlæg vinnubrögð við þetta verkefni, hér eftir sem hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Grein Hreiðars Más Hermannssonar í Fréttablaðinu þann 18. desember, „Þegar viðskipti verða fjárfesting", byggir að miklu leyti á þeim grundvallarmisskilningi að eignir Íbúðalánasjóðs eigi að leigja út á kostnaðarverði. Það er rangt, því slíkt hefur aldrei staðið til. Leiguverð Íbúðalánasjóðs fylgir markaðsverði á leigumarkaði, sem byggt er á upplýsingum úr þúsundum þinglýstra leigusamninga. Atriði í greininni sem þarfnast leiðréttingar lúta aðallega að eftirfarandi: Ÿ Íbúðalánasjóður er ekki gjaldþrota. Ÿ Íbúðalánasjóður hefur þegar heimild til að leigja út íbúðir. Stofnun félags er því ekki forsenda þess. Ÿ Leiguíbúðir Íbúðalánasjóðs eru og verða leigðar út á markaðsverði – ekki kostnaðarverði. Ÿ Í 750 af 880 leiguíbúðum sjóðsins búa fjölskyldur eða einstaklingar sem bjuggu í íbúðunum við nauðungarsölu. Ÿ Nýtt leigufélag verður tímabundið í eigu Íbúðalánasjóðs en samkvæmt lögum verður rekstur þess og stjórn fullkomlega aðskilin frá sjóðnum. Fullnustueignir Íbúðalánasjóðs eru hlutfallslega flestar á Suðurnesjum, en þar á sjóðurinn tæp 8% íbúða á svæðinu, ekki 20% eins og dæmisagan í greininni tiltekur. Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín margar eignir frá hruni og 2.193 íbúðir eru nú í eigu sjóðsins. Unnið er faglega og lögum samkvæmt að því að leysa þann vanda fólks sem hægt er að leysa og bjarga þeim verðmætum sem hægt er að bjarga. Eignir eru skipulega undirbúnar og skráðar í sölu í gegnum fasteignasölur landsins, án þess að vera merktar sérstaklega. Við sölu eignanna er Íbúðalánasjóður ekki eingöngu að gæta eigin hagsmuna, því hærra söluverð eignar þýðir lægri skuld þess sem missti hana. Íbúðalánasjóður gerir sitt ýtrasta til að gæta jafnræðis og meðalhófs í öllum aðgerðum. Ómögulegt er að þóknast öllum sjónarmiðum, sem sést best á því að sjóðurinn hefur undanfarið fengið jöfnum höndum gagnrýni fyrir að leigja of lítið, að leigja of mikið, að selja of hratt og að selja of hægt. Eina svar starfsmanna Íbúðalánasjóðs við þessari gagnrýni úr öllum áttum er að ástunda fagmannleg og hlutlæg vinnubrögð við þetta verkefni, hér eftir sem hingað til.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar