Regluverk þarf gegn kvótahoppi Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson skrifar 21. desember 2012 06:00 Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði. Að meginreglu hafa aðildarríkin hvert jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum annars að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskildum aflakvóta. Samkvæmt annarri meginreglu, um hlutfallslega stöðugar veiðar, byggist hlutdeild hvers ríkis í heildarafla ESB á sögulegri veiðireynslu en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum innan íslenskrar efnahagslögsögu ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa reynslu af veiðum í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fiskistofnum sem og flökkustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur verið í gildi frá því árið 1983. Hún er ekki hluti af sáttmálum Evrópusambandsins heldur sækir hún stoð sína í afleiddan rétt ESB. Með meirihlutaákvörðun í ráðinu væri því hægt að víkja frá reglunni eða afnema hana. Framkvæmdastjórn ESB kannaði afstöðu aðildarríkjanna til reglunnar í aðdraganda yfirstandandi endurskoðunar sameiginlegu sjávarútvegstefnunnar og voru 26 af 27 aðildarríkjum andsnúin breytingum á reglunni. Hverju sem því líður er óvíst hver afstaða aðildarríkjanna verður í framtíðinni. Litlar sem engar hömlur Veiðiheimildir hvers aðildarríkis eru bundnar við fiskiskip sem sigla undir fána viðkomandi ríkis eða eru skráð í því landi. Sjávarútvegsfyrirtæki í ESB lúta á hinn bóginn þeim reglum sem gilda á innri markaði ESB, þar með talið reglunum um frjálsar fjármagnshreyfingar og staðfesturétt. Sökum þessa eru litlar sem engar hömlur á fjárfestingum í sjávarútvegi í aðildarríkjum ESB. Enn fremur eru engar takmarkanir á rétti ríkisborgara ESB-ríkja til að stofnsetja sjávarútvegsfyrirtæki í öðru aðildarríki og launþegum aðildarríkjanna er frjálst að ráða sig til starfa hjá útgerðarfyrirtækjum hvar sem er innan ESB. Þetta hefur leitt til þess sem kallað er kvótahopp. Í því felst að útgerðarfyrirtæki frá aðildarríki A fær hlutdeild í landskvóta aðildarríkis B með því annaðhvort að setja á fót útgerð í ríki B, kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B eða skrá skip sín í aðildarríki B og landa síðan aflanum í ríki A. Arðurinn af fiskveiðunum skilar sér þar með ekki til þess ríkis sem fékk veiðiheimildunum úthlutað upphaflega. Mörg ríki hafa sett reglur til þess að takmarka möguleikann á að stunda kvótahopp en slíkt þarf að gera í samráði við ESB. Þótt ekki semdist um undanþágur eða sérlausnir varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í aðildarviðræðunum við ESB, má ætla að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, svo framarlega sem hún heldur gildi sínu, mundi tryggja íslenskum útgerðum áframhaldandi fiskveiðiréttindi sín í íslenskri lögsögu og koma í veg fyrir veiðar togara annarra aðildarríkja á íslenskum miðum þar sem þau skortir veiðireynslu. Möguleikinn á kvótahoppi gæti hins vegar valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótað sérstakt regluverk til að sporna við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði. Að meginreglu hafa aðildarríkin hvert jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum annars að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskildum aflakvóta. Samkvæmt annarri meginreglu, um hlutfallslega stöðugar veiðar, byggist hlutdeild hvers ríkis í heildarafla ESB á sögulegri veiðireynslu en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum innan íslenskrar efnahagslögsögu ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa reynslu af veiðum í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fiskistofnum sem og flökkustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur verið í gildi frá því árið 1983. Hún er ekki hluti af sáttmálum Evrópusambandsins heldur sækir hún stoð sína í afleiddan rétt ESB. Með meirihlutaákvörðun í ráðinu væri því hægt að víkja frá reglunni eða afnema hana. Framkvæmdastjórn ESB kannaði afstöðu aðildarríkjanna til reglunnar í aðdraganda yfirstandandi endurskoðunar sameiginlegu sjávarútvegstefnunnar og voru 26 af 27 aðildarríkjum andsnúin breytingum á reglunni. Hverju sem því líður er óvíst hver afstaða aðildarríkjanna verður í framtíðinni. Litlar sem engar hömlur Veiðiheimildir hvers aðildarríkis eru bundnar við fiskiskip sem sigla undir fána viðkomandi ríkis eða eru skráð í því landi. Sjávarútvegsfyrirtæki í ESB lúta á hinn bóginn þeim reglum sem gilda á innri markaði ESB, þar með talið reglunum um frjálsar fjármagnshreyfingar og staðfesturétt. Sökum þessa eru litlar sem engar hömlur á fjárfestingum í sjávarútvegi í aðildarríkjum ESB. Enn fremur eru engar takmarkanir á rétti ríkisborgara ESB-ríkja til að stofnsetja sjávarútvegsfyrirtæki í öðru aðildarríki og launþegum aðildarríkjanna er frjálst að ráða sig til starfa hjá útgerðarfyrirtækjum hvar sem er innan ESB. Þetta hefur leitt til þess sem kallað er kvótahopp. Í því felst að útgerðarfyrirtæki frá aðildarríki A fær hlutdeild í landskvóta aðildarríkis B með því annaðhvort að setja á fót útgerð í ríki B, kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B eða skrá skip sín í aðildarríki B og landa síðan aflanum í ríki A. Arðurinn af fiskveiðunum skilar sér þar með ekki til þess ríkis sem fékk veiðiheimildunum úthlutað upphaflega. Mörg ríki hafa sett reglur til þess að takmarka möguleikann á að stunda kvótahopp en slíkt þarf að gera í samráði við ESB. Þótt ekki semdist um undanþágur eða sérlausnir varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í aðildarviðræðunum við ESB, má ætla að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, svo framarlega sem hún heldur gildi sínu, mundi tryggja íslenskum útgerðum áframhaldandi fiskveiðiréttindi sín í íslenskri lögsögu og koma í veg fyrir veiðar togara annarra aðildarríkja á íslenskum miðum þar sem þau skortir veiðireynslu. Möguleikinn á kvótahoppi gæti hins vegar valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótað sérstakt regluverk til að sporna við því.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun