Er sjósund fyrir mig? Ásgeir Sæmundsson skrifar 20. desember 2012 06:00 Fyrir tæpu ári kynntist ég sjósundi. Góð vinkona mín, Kolbrún Karlsdóttir, hafði stundað það um nokkurt skeið og hvatti mig til að koma með. „Þú þarft ekkert að koma út í, bíddu bara í heita pottinum á meðan ég fer út í sjó," sagði hún. Þegar í skýluna var komið rölti ég að sjálfsögðu með henni niður á strönd og áður en ég vissi af var ég kominn hálfur út í. Ég stóðst ekki mátið og þennan dag tók ég mín fyrstu sjósundtök við strendur Íslands. Þarna gerði ég mér enga grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta ætti eftir að hafa á líf mitt. Mánuði seinna var ég genginn í Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur og farinn að mæta í sjósund 2-3 sinnum í viku. Hvað heillar? Fyrir flesta sem byrja sjósund er þetta viss áskorun; í upphafi þarf að yfirstíga ákveðinn ótta og reyna á þolmörkin. En sjósund snýst um svo miklu meira en það. Þegar ég lít til baka og hugsa um þann tíma sem liðinn er, geri ég mér grein fyrir því hversu miklu auðugra líf mitt er í dag. Ég hef kynnst yndislegu fólki og eignast fjöldann allan af nýjum vinum. Ég hef fundið heitan sumarsjóinn umlykja líkamann og flotið eins og korktappi í kvöldsólinni. Hef fundið þann innri frið sem fylgir því að synda í hafinu, gleyma stund og stað og endurnærast eftir erfiðan dag. Eftir situr gleði og ánægja. Það er svo merkilegt að í sjónum er alltaf gleði. Allir eru kátir, allir spjalla og vinátta er sjálfsögð þegar þú syndir með einhverjum. Oft heyrast söngvar óma og hlátrasköll bergmála milli aldnanna. Þetta er bara lítið brot af öllu því sem heillar mig og fær mig til að koma aftur og aftur. Aðstaða vítt og breitt Sjósund er stundað víða um land og aðstæður fara hvarvetna batnandi. Í Reykjavík er synt flesta daga vikunnar við Ylströndina í Nauthólsvík. Þar er fyrirtaks búningsaðstaða, gufubað og útisturta. Hægt er að bregða sér í heita pottinn strax eftir sundið. Á Kjalarnesi við Klébergslaug er verið að útbúa góða aðstöðu en þar er hægt að ganga frá sundlauginni niður í fjöruna og svo til baka og ylja sér í heita pottinum á eftir. Vaxandi áhugi er á Seltjarnarnesi og yfir sumartímann er oft synt við Gróttu. Á Akranesi er einnig virkt sjósundsfélag og góðar aðstæður til sunds sem og á fleiri stöðum vítt og breitt um landið. Sjósund er fyrir alla Það eru til margar gerðir af sjósundsfólki og enginn einn hópur er öðrum fremri að mínu mati. Sumir mæta eingöngu í sjóböðin á meðan aðrir synda. Sumir synda stutt, aðrir langt og frjálst val er um hlífðarfatnað. Hanskar, hettur og sokkar eru algengir en líka vesti og gallar, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Sumir synda bara yfir heitasta tímann og miða við að sjórinn hafi náð 8-10 gráðum. Aðrir synda allan ársins hring. Hverjum og einum er í lófa lagið hvernig hann stundar sjóinn og á hvaða tímum. Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur er fyrir alla þessa hópa. Alltaf eru einhverjar skemmtilegar uppákomur hjá félaginu og svokölluð millimánaðasund eru fastur liður. Þá er farið í sjóinn rétt fyrir miðnætti síðasta dag hvers mánaðar og komið upp úr fljótlega eftir miðnætti í þeim næsta. Þessar kvöldstundir eru oft með þeim allra skemmtilegustu og mikið hlegið og sungið. Reglulega er farið og synt á nýjum stöðum sem margir hverjir verða að föstum sjósundsstöðum. Á sumrin tekur félagið á móti nýju fólki og fer með það fyrstu skiptin í sjóinn. Á vefsíðu félagsins, www.sjor.is, má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi og viðburði en þar er einnig hægt að skrá sig í félagið. Sjósund er heilnæmt Hollusta sjósunds er ótvíræð; blóðflæði eykst um líkamann og algengt er að heyra fólk tala um að það hafi grennst eða lagast af húðkvillum eftir að það byrjaði í sjósundi. Sjósund er einnig sagt hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Allt þetta tek ég svo sannarlega undir. Benda má á viðtal við Hallgrím Magnússon lækni á Djúpavogi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 26. júlí sl. Hann segist iðka sjósund sem oftast og telur það allra meina bót. Áhugasamir geta hlustað á upptökuna á vefsíðu Vísis. Að lokum Kæri lesandi, áramótin eru tími þar sem menn staldra við og líta yfir farinn veg. Þegar ég hugsa um allt það sem sjósundið hefur fært mér og mínum vinum, vil ég eindregið hvetja sem flesta til að reyna. Engu er að tapa en þú gætir eignast áhugamál sem endist þér alla ævi og færir þér heilsu, hamingju og góða vini. Láttu sjá þig á nýju ári! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári kynntist ég sjósundi. Góð vinkona mín, Kolbrún Karlsdóttir, hafði stundað það um nokkurt skeið og hvatti mig til að koma með. „Þú þarft ekkert að koma út í, bíddu bara í heita pottinum á meðan ég fer út í sjó," sagði hún. Þegar í skýluna var komið rölti ég að sjálfsögðu með henni niður á strönd og áður en ég vissi af var ég kominn hálfur út í. Ég stóðst ekki mátið og þennan dag tók ég mín fyrstu sjósundtök við strendur Íslands. Þarna gerði ég mér enga grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta ætti eftir að hafa á líf mitt. Mánuði seinna var ég genginn í Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur og farinn að mæta í sjósund 2-3 sinnum í viku. Hvað heillar? Fyrir flesta sem byrja sjósund er þetta viss áskorun; í upphafi þarf að yfirstíga ákveðinn ótta og reyna á þolmörkin. En sjósund snýst um svo miklu meira en það. Þegar ég lít til baka og hugsa um þann tíma sem liðinn er, geri ég mér grein fyrir því hversu miklu auðugra líf mitt er í dag. Ég hef kynnst yndislegu fólki og eignast fjöldann allan af nýjum vinum. Ég hef fundið heitan sumarsjóinn umlykja líkamann og flotið eins og korktappi í kvöldsólinni. Hef fundið þann innri frið sem fylgir því að synda í hafinu, gleyma stund og stað og endurnærast eftir erfiðan dag. Eftir situr gleði og ánægja. Það er svo merkilegt að í sjónum er alltaf gleði. Allir eru kátir, allir spjalla og vinátta er sjálfsögð þegar þú syndir með einhverjum. Oft heyrast söngvar óma og hlátrasköll bergmála milli aldnanna. Þetta er bara lítið brot af öllu því sem heillar mig og fær mig til að koma aftur og aftur. Aðstaða vítt og breitt Sjósund er stundað víða um land og aðstæður fara hvarvetna batnandi. Í Reykjavík er synt flesta daga vikunnar við Ylströndina í Nauthólsvík. Þar er fyrirtaks búningsaðstaða, gufubað og útisturta. Hægt er að bregða sér í heita pottinn strax eftir sundið. Á Kjalarnesi við Klébergslaug er verið að útbúa góða aðstöðu en þar er hægt að ganga frá sundlauginni niður í fjöruna og svo til baka og ylja sér í heita pottinum á eftir. Vaxandi áhugi er á Seltjarnarnesi og yfir sumartímann er oft synt við Gróttu. Á Akranesi er einnig virkt sjósundsfélag og góðar aðstæður til sunds sem og á fleiri stöðum vítt og breitt um landið. Sjósund er fyrir alla Það eru til margar gerðir af sjósundsfólki og enginn einn hópur er öðrum fremri að mínu mati. Sumir mæta eingöngu í sjóböðin á meðan aðrir synda. Sumir synda stutt, aðrir langt og frjálst val er um hlífðarfatnað. Hanskar, hettur og sokkar eru algengir en líka vesti og gallar, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Sumir synda bara yfir heitasta tímann og miða við að sjórinn hafi náð 8-10 gráðum. Aðrir synda allan ársins hring. Hverjum og einum er í lófa lagið hvernig hann stundar sjóinn og á hvaða tímum. Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur er fyrir alla þessa hópa. Alltaf eru einhverjar skemmtilegar uppákomur hjá félaginu og svokölluð millimánaðasund eru fastur liður. Þá er farið í sjóinn rétt fyrir miðnætti síðasta dag hvers mánaðar og komið upp úr fljótlega eftir miðnætti í þeim næsta. Þessar kvöldstundir eru oft með þeim allra skemmtilegustu og mikið hlegið og sungið. Reglulega er farið og synt á nýjum stöðum sem margir hverjir verða að föstum sjósundsstöðum. Á sumrin tekur félagið á móti nýju fólki og fer með það fyrstu skiptin í sjóinn. Á vefsíðu félagsins, www.sjor.is, má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi og viðburði en þar er einnig hægt að skrá sig í félagið. Sjósund er heilnæmt Hollusta sjósunds er ótvíræð; blóðflæði eykst um líkamann og algengt er að heyra fólk tala um að það hafi grennst eða lagast af húðkvillum eftir að það byrjaði í sjósundi. Sjósund er einnig sagt hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Allt þetta tek ég svo sannarlega undir. Benda má á viðtal við Hallgrím Magnússon lækni á Djúpavogi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 26. júlí sl. Hann segist iðka sjósund sem oftast og telur það allra meina bót. Áhugasamir geta hlustað á upptökuna á vefsíðu Vísis. Að lokum Kæri lesandi, áramótin eru tími þar sem menn staldra við og líta yfir farinn veg. Þegar ég hugsa um allt það sem sjósundið hefur fært mér og mínum vinum, vil ég eindregið hvetja sem flesta til að reyna. Engu er að tapa en þú gætir eignast áhugamál sem endist þér alla ævi og færir þér heilsu, hamingju og góða vini. Láttu sjá þig á nýju ári!
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun