Dýravelferð, við hvað er átt? 19. desember 2012 06:00 Á Alþingi eru til umfjöllunar ný lög um dýravelferð. Upphafsgrein þeirra hljóðar svona: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt." Þetta eru sjálfsögð og réttlát markmið í siðuðu nútímasamfélagi, engin ofrausn. Það eru því mikil vonbrigði þegar frumvarpið er lesið áfram og í ljós kemur að höfundar þess hafa ákveðið að réttlát og siðleg meðferð eigi ekki við í eldisiðnaði, þar sem þjáning og neyð dýra er mest. Hvergi í lífríkinu veldur maðurinn jafn miklu kvalræði og skaða eins og í því mikilvirka og ómannúðlega framleiðslukerfi sem eldisiðnaður og verksmiðjubúskapur er. Þar eru bjargarlaus dýr meðhöndluð sem skynlaus væru og gert ókleift að sinna eðlislægum þörfum sínum. Gylta sem allt sitt líf er járnuð þannig af að hún getur aðeins staðið eða legið, ekki snúið sér né sinnt afkvæmum sínum, er ekki laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsl. Enn síður getur hún sýnt sitt eðlilega atferli, sem þó er sagt markmið laganna. Kvalræði allan tímann Varphænur, sem troðið er þremur saman í vírbúr sem þrengir svo að þeim að þær geta sig vart hrært, t.d. aldrei breitt úr vængjum, njóta þar með ekki lagaverndar gegn illri meðferð, sem þó er yfirlýst markmið laganna. Flest þessara ólánsömu dýra búa við þetta kvalræði allan þann tíma sem þau lifa og fá aldrei að anda að sér fersku lofti eða líta dagsljós nema þann dag sem þau eru flutt á milli húsa til slátrunar. Í hefðbundnum landbúnaði væri þessi meðferð umsvifalaust skilgreind sem gróft dýraníð. Ekki láta höfundarnir þar við sitja, heldur setja þeir í nýju lögin sérstök ákvæði sem beinlínis heimila kvalafulla og siðlausa meðferð dýra, t.d. að gelda unggelti án deyfingar. Er mönnum ekki sjálfrátt? Hvers vegna að setja svona ákvæði í lög sem hafa það yfirlýsta markmið að tryggja velferð dýra og koma í veg fyrir að þau þurfi að þola vanlíðan, ótta, þjáningu og sársauka? Hvers vegna að fara svona skelfilega með bjargarlaus dýrin ef hægt er að komast hjá því á einfaldan hátt? Hafa höfundar frumvarpsins yfirleitt kynnt sér aðstæður dýra í eldisiðnaði, t.d. hvernig deyfingarlausar aðgerðir fara fram og hvaða aflífunaraðferðum er þar beitt? Hafa þeir heyrt kvalastunur og þjáningarvein varnarlausra eldisdýra við þær skelfilegu aðstæður sem þeim eru búnar allan þann tíma sem þau lifa? Eru þeir ef til vill ónæmir fyrir öllu slíku? Arðsemissjónarmið Óskiljanleg tillitssemi við arðsemissjónarmið framleiðenda, ásamt skeytingarleysi neytenda, er meginorsök illrar meðferðar dýra. Getur verið að þær þverstæður í frumvarpinu að tiltekin dýr sé boðlegt að pína og kvelja en önnur ekki megi rekja til siðlausrar þjónkunar við fjárhagslega hagsmuni fárra? Rík ástæða er til að spyrja, því fátt annað getur skýrt þetta ráðslag frumvarpshöfunda. Ekki er þeim í nöp við eldisdýrin? Þetta er ójafn og ljótur leikur og hallar á dýrin blessuð. Þau eiga sér fáa málsvara, öfugt við framleiðendur og neytendur. Í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að svona skuli þetta vera. Það er óbærileg tilhugsun að ný dýravelferðarlög, eins og þau liggja fyrir í drögunum, muni styrkja og viðhalda til frambúðar því skelfingarástandi sem ríkir í eldisiðnaði. Hvetja verður þingmenn og aðra sem með málið fara að grípa í taumana og tryggja öllum dýrum vernd. Ný dýravelferðarlög verða að vera þannig úr garði gerð að þau banni fortakslaust alla illa meðferð dýra, líka eldisdýra. Annað er siðlaust og grimmt og ósamboðið íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru til umfjöllunar ný lög um dýravelferð. Upphafsgrein þeirra hljóðar svona: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt." Þetta eru sjálfsögð og réttlát markmið í siðuðu nútímasamfélagi, engin ofrausn. Það eru því mikil vonbrigði þegar frumvarpið er lesið áfram og í ljós kemur að höfundar þess hafa ákveðið að réttlát og siðleg meðferð eigi ekki við í eldisiðnaði, þar sem þjáning og neyð dýra er mest. Hvergi í lífríkinu veldur maðurinn jafn miklu kvalræði og skaða eins og í því mikilvirka og ómannúðlega framleiðslukerfi sem eldisiðnaður og verksmiðjubúskapur er. Þar eru bjargarlaus dýr meðhöndluð sem skynlaus væru og gert ókleift að sinna eðlislægum þörfum sínum. Gylta sem allt sitt líf er járnuð þannig af að hún getur aðeins staðið eða legið, ekki snúið sér né sinnt afkvæmum sínum, er ekki laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsl. Enn síður getur hún sýnt sitt eðlilega atferli, sem þó er sagt markmið laganna. Kvalræði allan tímann Varphænur, sem troðið er þremur saman í vírbúr sem þrengir svo að þeim að þær geta sig vart hrært, t.d. aldrei breitt úr vængjum, njóta þar með ekki lagaverndar gegn illri meðferð, sem þó er yfirlýst markmið laganna. Flest þessara ólánsömu dýra búa við þetta kvalræði allan þann tíma sem þau lifa og fá aldrei að anda að sér fersku lofti eða líta dagsljós nema þann dag sem þau eru flutt á milli húsa til slátrunar. Í hefðbundnum landbúnaði væri þessi meðferð umsvifalaust skilgreind sem gróft dýraníð. Ekki láta höfundarnir þar við sitja, heldur setja þeir í nýju lögin sérstök ákvæði sem beinlínis heimila kvalafulla og siðlausa meðferð dýra, t.d. að gelda unggelti án deyfingar. Er mönnum ekki sjálfrátt? Hvers vegna að setja svona ákvæði í lög sem hafa það yfirlýsta markmið að tryggja velferð dýra og koma í veg fyrir að þau þurfi að þola vanlíðan, ótta, þjáningu og sársauka? Hvers vegna að fara svona skelfilega með bjargarlaus dýrin ef hægt er að komast hjá því á einfaldan hátt? Hafa höfundar frumvarpsins yfirleitt kynnt sér aðstæður dýra í eldisiðnaði, t.d. hvernig deyfingarlausar aðgerðir fara fram og hvaða aflífunaraðferðum er þar beitt? Hafa þeir heyrt kvalastunur og þjáningarvein varnarlausra eldisdýra við þær skelfilegu aðstæður sem þeim eru búnar allan þann tíma sem þau lifa? Eru þeir ef til vill ónæmir fyrir öllu slíku? Arðsemissjónarmið Óskiljanleg tillitssemi við arðsemissjónarmið framleiðenda, ásamt skeytingarleysi neytenda, er meginorsök illrar meðferðar dýra. Getur verið að þær þverstæður í frumvarpinu að tiltekin dýr sé boðlegt að pína og kvelja en önnur ekki megi rekja til siðlausrar þjónkunar við fjárhagslega hagsmuni fárra? Rík ástæða er til að spyrja, því fátt annað getur skýrt þetta ráðslag frumvarpshöfunda. Ekki er þeim í nöp við eldisdýrin? Þetta er ójafn og ljótur leikur og hallar á dýrin blessuð. Þau eiga sér fáa málsvara, öfugt við framleiðendur og neytendur. Í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að svona skuli þetta vera. Það er óbærileg tilhugsun að ný dýravelferðarlög, eins og þau liggja fyrir í drögunum, muni styrkja og viðhalda til frambúðar því skelfingarástandi sem ríkir í eldisiðnaði. Hvetja verður þingmenn og aðra sem með málið fara að grípa í taumana og tryggja öllum dýrum vernd. Ný dýravelferðarlög verða að vera þannig úr garði gerð að þau banni fortakslaust alla illa meðferð dýra, líka eldisdýra. Annað er siðlaust og grimmt og ósamboðið íslensku samfélagi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar