Dýravelferð, við hvað er átt?
„Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt."
Þetta eru sjálfsögð og réttlát markmið í siðuðu nútímasamfélagi, engin ofrausn. Það eru því mikil vonbrigði þegar frumvarpið er lesið áfram og í ljós kemur að höfundar þess hafa ákveðið að réttlát og siðleg meðferð eigi ekki við í eldisiðnaði, þar sem þjáning og neyð dýra er mest. Hvergi í lífríkinu veldur maðurinn jafn miklu kvalræði og skaða eins og í því mikilvirka og ómannúðlega framleiðslukerfi sem eldisiðnaður og verksmiðjubúskapur er. Þar eru bjargarlaus dýr meðhöndluð sem skynlaus væru og gert ókleift að sinna eðlislægum þörfum sínum. Gylta sem allt sitt líf er járnuð þannig af að hún getur aðeins staðið eða legið, ekki snúið sér né sinnt afkvæmum sínum, er ekki laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsl. Enn síður getur hún sýnt sitt eðlilega atferli, sem þó er sagt markmið laganna.
Kvalræði allan tímann
Varphænur, sem troðið er þremur saman í vírbúr sem þrengir svo að þeim að þær geta sig vart hrært, t.d. aldrei breitt úr vængjum, njóta þar með ekki lagaverndar gegn illri meðferð, sem þó er yfirlýst markmið laganna. Flest þessara ólánsömu dýra búa við þetta kvalræði allan þann tíma sem þau lifa og fá aldrei að anda að sér fersku lofti eða líta dagsljós nema þann dag sem þau eru flutt á milli húsa til slátrunar. Í hefðbundnum landbúnaði væri þessi meðferð umsvifalaust skilgreind sem gróft dýraníð.
Ekki láta höfundarnir þar við sitja, heldur setja þeir í nýju lögin sérstök ákvæði sem beinlínis heimila kvalafulla og siðlausa meðferð dýra, t.d. að gelda unggelti án deyfingar. Er mönnum ekki sjálfrátt? Hvers vegna að setja svona ákvæði í lög sem hafa það yfirlýsta markmið að tryggja velferð dýra og koma í veg fyrir að þau þurfi að þola vanlíðan, ótta, þjáningu og sársauka? Hvers vegna að fara svona skelfilega með bjargarlaus dýrin ef hægt er að komast hjá því á einfaldan hátt? Hafa höfundar frumvarpsins yfirleitt kynnt sér aðstæður dýra í eldisiðnaði, t.d. hvernig deyfingarlausar aðgerðir fara fram og hvaða aflífunaraðferðum er þar beitt? Hafa þeir heyrt kvalastunur og þjáningarvein varnarlausra eldisdýra við þær skelfilegu aðstæður sem þeim eru búnar allan þann tíma sem þau lifa? Eru þeir ef til vill ónæmir fyrir öllu slíku?
Arðsemissjónarmið
Óskiljanleg tillitssemi við arðsemissjónarmið framleiðenda, ásamt skeytingarleysi neytenda, er meginorsök illrar meðferðar dýra. Getur verið að þær þverstæður í frumvarpinu að tiltekin dýr sé boðlegt að pína og kvelja en önnur ekki megi rekja til siðlausrar þjónkunar við fjárhagslega hagsmuni fárra? Rík ástæða er til að spyrja, því fátt annað getur skýrt þetta ráðslag frumvarpshöfunda. Ekki er þeim í nöp við eldisdýrin?
Þetta er ójafn og ljótur leikur og hallar á dýrin blessuð. Þau eiga sér fáa málsvara, öfugt við framleiðendur og neytendur. Í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að svona skuli þetta vera.
Það er óbærileg tilhugsun að ný dýravelferðarlög, eins og þau liggja fyrir í drögunum, muni styrkja og viðhalda til frambúðar því skelfingarástandi sem ríkir í eldisiðnaði. Hvetja verður þingmenn og aðra sem með málið fara að grípa í taumana og tryggja öllum dýrum vernd. Ný dýravelferðarlög verða að vera þannig úr garði gerð að þau banni fortakslaust alla illa meðferð dýra, líka eldisdýra. Annað er siðlaust og grimmt og ósamboðið íslensku samfélagi.
Skoðun
Frelsi til sölu
Anton Guðmundsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði?
Svava Björg Mörk skrifar
Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall?
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar
Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“
Rajan Parrikar skrifar
Dýr eiga skilið samúð og umhyggju
Anna Berg Samúelsdóttir skrifar
Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu
Hópur lækna skrifar
Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni?
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Bjarni Ben í þátíð
Guðmundur Einarsson skrifar
Ísland og stórveldin
Reynir Böðvarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun
Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu
Ólafur Stephensen skrifar
Eru skattar og gjöld verðmætasköpun?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar
Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur?
Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar
Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta
Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna?
Júlíus Valsson skrifar
Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin
Guðröður Atli Jónsson skrifar
Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað
Svava Björg Mörk skrifar
Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn
Ómar H. Kristmundsson skrifar
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ögn um Vigdísarþætti
Hallgrímur Helgi Helgason skrifar
Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga
Jón Frímann Jónsson skrifar
Að skipta þjóðinni í tvo hópa
Ingólfur Sverrisson skrifar
Ferðaþjónustufólk kemur saman
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri
Arna Harðardóttir skrifar
Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum
Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Kóngar vímuefnaheimsins
Lára G. Sigurðardóttir skrifar
Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð
Sigvaldi Einarsson skrifar