Er Reykjavík ljót, döpur, leiðinleg og vanþroskuð? 19. desember 2012 06:00 Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta?
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun