Alls konar skatta- og gjaldskrárhækkanir Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðaði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtímabils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar. Fjárhagsáætlun 2013 var samþykkt í borgarstjórn í síðustu viku og því miður er ekki hægt að segja að þessari reglu hafi verið fylgt eftir þegar litið er til þeirra skatta- og gjaldskrárhækkana sem dunið hafa á borgarbúum á kjörtímabilinu. Fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010 vegna ákvarðana borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.330 þúsundum krónum meira fyrir sömu þjónustu Á þessu tímabili sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Hér er ekki tekið á frístundum og öðrum valkvæðum gjöldum heldur aðeins þeim gjöldum sem flestar barnafjölskyldur í borginni þurfa að greiða. Það eru leikskólagjöld, skólamáltíðir, sorphirða, fasteignaskattur, lóðaskattur, útsvar, gjöld frá Orkuveitu Reykjavíkur, frístundaheimili og síðdegishressing í frístundaheimili. Skattar og gjöld borgarinnar hafa á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu. Reykjavíkurborg gegnir miklu ábyrgðarhlutverki gagnvart þessum sömu fjölskyldum, sem eru flestar með verðtryggð lán, en hækkanir borgarinnar hafa bein áhrif á greiðslubyrði þeirra. Það geta allir skilið að hækkana er þörf, en 20% hækkun skatta og gjalda á þremur árum er í hrópandi mótsögn við fyrrnefnda stefnuskrá. Það er hol velferð þegar stærsta sveitarfélag landsins ákveður hækkanir langt umfram almennt verðlag.Enn meiri alls konar hækkanir? Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrárhækkana en kaus að fara þessa leið. Þarna koma skýrt fram ólíkar áherslur í rekstri en það má segja að fyrri meirihluti hafi fylgt reglu núverandi meirihluta um ráðstöfun fjármagns til velferðar og þjónustu við íbúa betur en þau sjálf. Á þeim erfiðu tímum þegar þurfti að hagræða hjá Reykjavíkurborg tóku allir höndum saman, stjórnmálamenn, starfsfólk og borgarbúar, og náðu að hagræða í kerfinu án þess að hækka skatta og gjöld – án þess að skerða þjónustuna verulega. Núverandi meirihluti virðist vera sérhlífinn þegar kemur að erfiðum ákvörðunum um rekstur borgarkerfisins. Borgarbúum er hins vegar ekki hlíft, hvorki við skatta- né gjaldskrárhækkunum. Það er spurning hvort búast megi við enn meiri hækkunum, þannig að 330.000 gæti jafnvel orðið að hálfri milljón fyrir fjölskyldufólk í lok þessa kjörtímabils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðaði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtímabils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar. Fjárhagsáætlun 2013 var samþykkt í borgarstjórn í síðustu viku og því miður er ekki hægt að segja að þessari reglu hafi verið fylgt eftir þegar litið er til þeirra skatta- og gjaldskrárhækkana sem dunið hafa á borgarbúum á kjörtímabilinu. Fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010 vegna ákvarðana borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.330 þúsundum krónum meira fyrir sömu þjónustu Á þessu tímabili sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Hér er ekki tekið á frístundum og öðrum valkvæðum gjöldum heldur aðeins þeim gjöldum sem flestar barnafjölskyldur í borginni þurfa að greiða. Það eru leikskólagjöld, skólamáltíðir, sorphirða, fasteignaskattur, lóðaskattur, útsvar, gjöld frá Orkuveitu Reykjavíkur, frístundaheimili og síðdegishressing í frístundaheimili. Skattar og gjöld borgarinnar hafa á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu. Reykjavíkurborg gegnir miklu ábyrgðarhlutverki gagnvart þessum sömu fjölskyldum, sem eru flestar með verðtryggð lán, en hækkanir borgarinnar hafa bein áhrif á greiðslubyrði þeirra. Það geta allir skilið að hækkana er þörf, en 20% hækkun skatta og gjalda á þremur árum er í hrópandi mótsögn við fyrrnefnda stefnuskrá. Það er hol velferð þegar stærsta sveitarfélag landsins ákveður hækkanir langt umfram almennt verðlag.Enn meiri alls konar hækkanir? Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrárhækkana en kaus að fara þessa leið. Þarna koma skýrt fram ólíkar áherslur í rekstri en það má segja að fyrri meirihluti hafi fylgt reglu núverandi meirihluta um ráðstöfun fjármagns til velferðar og þjónustu við íbúa betur en þau sjálf. Á þeim erfiðu tímum þegar þurfti að hagræða hjá Reykjavíkurborg tóku allir höndum saman, stjórnmálamenn, starfsfólk og borgarbúar, og náðu að hagræða í kerfinu án þess að hækka skatta og gjöld – án þess að skerða þjónustuna verulega. Núverandi meirihluti virðist vera sérhlífinn þegar kemur að erfiðum ákvörðunum um rekstur borgarkerfisins. Borgarbúum er hins vegar ekki hlíft, hvorki við skatta- né gjaldskrárhækkunum. Það er spurning hvort búast megi við enn meiri hækkunum, þannig að 330.000 gæti jafnvel orðið að hálfri milljón fyrir fjölskyldufólk í lok þessa kjörtímabils.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun