Persson og Skarphéðinsson Ögmundur Jónasson skrifar 18. desember 2012 06:00 Enn reynir okkar ágæti utanríkisráðherra að sýna fram á hve hagstætt það yrði Íslendingum að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu er nú leiddur til vitnis sósíaldemókrat og fyrrum forsætisráðherra Svía, Göran Persson. Um þennan systurflokksmann sinn segir Össur Skarphéðinsson: „Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefðu Svíar haft jákvæðan viðskipatjöfnuð við útlönd." Þetta telur utanríkisráðherra sem sagt vera góðan mælikvarða á ágæti Evrópusambandsaðildar. En hvernig skyldi okkur Íslendingum hafa reitt af á þessu tímabili? Nú þarf að gæta sín í samanburðarfræðunum. Þannig segja útflutningstölur eða viðskiptajöfnuður ekki alla söguna. Hvað viðskiptajöfnuðinn áhrærir þá „reiknast til gjalda áfallnir vextir föllnu bankanna, sem verða aldrei greiddir", svo vitnað sé í nýlegan pistil frá greiningardeild Arion banka. Og ef við lítum á vöruútflutninginn verður að taka gengisbreytingar með í reikninginn. Vöruútflutningur Íslendinga nam árið 1994 rúmum 112 milljörðum króna en rúmum 620 á síðasta ári. Útflutningurinn hafði með öðrum orðum rúmlega fimmfaldast! Upphæðin hefði hins vegar tæplega þrefaldast ef upphæðir væru uppreiknaðar miðað við meðalgengi vöruviðskiptavogar á verðlagi í október 2012 og farið úr 217 milljörðum í rúmlega 632 milljarða á síðasta ári. Með öðrum orðum var vöruútflutningur frá Íslandi samkvæmt þessari reikniformúlu nær þrefalt meiri árið 2011 en hann hafði verið árið 1994! Þannig að Össur Skarphéðinsson hefði hæglega getað sagt við hinn sænska vin sinn að Íslendingar hefðu ekki síður staðið sig en Svíar, sumpart jafnvel gert ennþá betur en þeir. Þó værum við utan Evrópusambandsins. Fróðlegt væri að skoða önnur þjóðarbú í þessu samhengi: til dæmis hið norska, spænska, þýska og gríska. Ætli það kæmi ekki upp úr kafinu að einsleitir krónutölumælikvarðar segðu ekki allan sannleika um velgengni ríkja eða ágæti ríkjasambanda. Ef til vill væri nær að skoða tölur um atvinnuleysi og umfang velferðarþjónustu. Greinilegt þykir mér að Persson þarf að veita vini sínum Skarphéðinssyni einhver fyllri rök en þau sem er að finna í sænskum hagskýrslum svo dugi til að sannfæra Íslendinga um að Evrópusambandsaðild sé allra meina bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Enn reynir okkar ágæti utanríkisráðherra að sýna fram á hve hagstætt það yrði Íslendingum að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu er nú leiddur til vitnis sósíaldemókrat og fyrrum forsætisráðherra Svía, Göran Persson. Um þennan systurflokksmann sinn segir Össur Skarphéðinsson: „Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefðu Svíar haft jákvæðan viðskipatjöfnuð við útlönd." Þetta telur utanríkisráðherra sem sagt vera góðan mælikvarða á ágæti Evrópusambandsaðildar. En hvernig skyldi okkur Íslendingum hafa reitt af á þessu tímabili? Nú þarf að gæta sín í samanburðarfræðunum. Þannig segja útflutningstölur eða viðskiptajöfnuður ekki alla söguna. Hvað viðskiptajöfnuðinn áhrærir þá „reiknast til gjalda áfallnir vextir föllnu bankanna, sem verða aldrei greiddir", svo vitnað sé í nýlegan pistil frá greiningardeild Arion banka. Og ef við lítum á vöruútflutninginn verður að taka gengisbreytingar með í reikninginn. Vöruútflutningur Íslendinga nam árið 1994 rúmum 112 milljörðum króna en rúmum 620 á síðasta ári. Útflutningurinn hafði með öðrum orðum rúmlega fimmfaldast! Upphæðin hefði hins vegar tæplega þrefaldast ef upphæðir væru uppreiknaðar miðað við meðalgengi vöruviðskiptavogar á verðlagi í október 2012 og farið úr 217 milljörðum í rúmlega 632 milljarða á síðasta ári. Með öðrum orðum var vöruútflutningur frá Íslandi samkvæmt þessari reikniformúlu nær þrefalt meiri árið 2011 en hann hafði verið árið 1994! Þannig að Össur Skarphéðinsson hefði hæglega getað sagt við hinn sænska vin sinn að Íslendingar hefðu ekki síður staðið sig en Svíar, sumpart jafnvel gert ennþá betur en þeir. Þó værum við utan Evrópusambandsins. Fróðlegt væri að skoða önnur þjóðarbú í þessu samhengi: til dæmis hið norska, spænska, þýska og gríska. Ætli það kæmi ekki upp úr kafinu að einsleitir krónutölumælikvarðar segðu ekki allan sannleika um velgengni ríkja eða ágæti ríkjasambanda. Ef til vill væri nær að skoða tölur um atvinnuleysi og umfang velferðarþjónustu. Greinilegt þykir mér að Persson þarf að veita vini sínum Skarphéðinssyni einhver fyllri rök en þau sem er að finna í sænskum hagskýrslum svo dugi til að sannfæra Íslendinga um að Evrópusambandsaðild sé allra meina bót.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun