Að æfa sig í foreldrahlutverkinu 18. desember 2012 06:00 Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun