Bréf til þingheims um öryrkja 23. nóvember 2012 06:00 Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sælir kæru fulltrúar þjóðar. Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórnvöldum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkisins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þúsund krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnanir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaranlegt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmaður, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Tryggingastofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er staðreynd. Spurningar til ráðherra velferðarmála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríðindi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkjabandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkjum. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóðfélagi og ganga um hér með reisn.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun