Fordómar gegn fötluðum 22. nóvember 2012 06:00 Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Sjá meira
Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun