FME upplýsir ekki um eigendur Straums thordur@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 EFtirlit Fjármálaeftirlitið telur sig bundið þagnarskyldu um hverjir séu virkir eigendur Straums. Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri eftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum." Fréttir Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum."
Fréttir Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent