Uppgjör milli Tals og Vodafone fyrir dómstóla thordur@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Fjölgun Tal tapaði 93 milljónum króna í fyrra en forstjóri félagsins segir viðsnúning hafa átt sér stað á fyrri hluta þessa árs. Viðskiptavinum hafi síðan fjölgað um fjögur þúsund á síðustu mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Uppgjör á reikningum vegna gagnaflutnings og innsláttar pantana sem Vodafone telur Tal hafa vangreitt er á leið fyrir dómstóla. Verði lyktir málsins Vodafone í vil mun það kosta Tal 119 milljónir króna auk vaxta. Þetta kemur fram í ársreikningi IP-fjarskipta, móðurfélags Tals, og skráningarlýsingu Vodafone. Tal tapaði 93 milljónum króna í fyrra og eigið fé félagsins var neikvætt um 169 milljónir króna um síðustu áramót. Tal hefur því tapað um milljarði króna á árunum 2008 til 2012. Skuldir þess jukust úr 638 milljónum króna í 803 milljónir króna á árinu 2011. Þar af gengst móðurfélag IP-fjarskipta í sjálfsskuldarábyrgð fyrir skammtímaláni upp á 50 milljónir króna. Eigendur IP-fjarskipta eru Auður fagfjárfestasjóður 1, sem á 95 prósent, og Kjartan Örn Ólafsson. Í ársreikningnum kemur fram að töluverð óvissa sé um rekstrarhæfi Tals á þessu ári sem gæti „hugsanlega haft þær afleiðingar að félagið geti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði." Deila um uppgjörAuk þess stendur yfir deila á milli Tals og Vodafone um uppgjör krafna sem leystar verða fyrir dómstólum. Verði niðurstaðan Tali í óhag mun 119 milljóna króna skuldbinding lenda á félaginu til viðbótar við það sem þegar er tilgreint í ársreikningi. Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir stöðuna hafa batnað á fyrri hluta þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA) hafi verið 104 milljónir króna en heildarniðurstaða rekstursins fæst ekki uppgefin hjá honum. Tal hefur verið í mikilli auglýsingaherferð á undanförnum mánuðum þar sem viðskiptavinum er boðið tíu gígabæta gagnamagn fyrir 500 krónur. Að sögn Viktors hafa um fjögur þúsund nýir viðskiptavinir gengið til liðs við félagið eftir að það hóf að bjóða umrætt tilboð. Aðspurður um aðfinnslur endurskoðanda félagsins í ársreikningi, um óvissu um rekstrarhæfi félagsins, segir Viktor þetta vera hefðbundna athugasemd, enda sé félagið með neikvætt eigið fé þannig. Farnir til SímansTal, sem á ekki sitt eigið dreifikerfi og leigir því aðgang að kerfum annarra, tilkynnti í síðustu viku að félagið hefði fært öll heildsöluviðskipti yfir til Símans, en þau voru áður hjá Vodafone. Viktor segir að tilfærslan muni gera rekstur Tals öruggari. „Rekstrarumhverfi okkar hefur ekki verið nægilega öruggt í viðskiptum við Vodafone, sem hefur verið duglegt að senda okkur reikninga sem við teljum að ekki sé tilefni fyrir. Það er ágreiningsefni um það á milli félaganna. Með því að ná kúnnafjöldanum aftur þá getum við vel við unað." Í ársreikningi Tals er fjallað sérstaklega um þessar deilur og segir að „verði lyktir málanna hins vegar aðrar og óhagstæðari en þær sem stjórnendur og lögmaður félagsins telja líklegar […] er hugsanleg skuldbinding vegna þess um 119 millj. kr. án vaxta". Í skráningarlýsingu Vodafone, sem birt var á mánudag, kemur fram að um sé að ræða reikninga sem félagið gaf út á hendur Tali vegna kaupa Tals á gagnaflutningi umfram tiltekin mörk og vegna innsláttar pantana. Þar segir einnig að Vodafone og Tal hafi undirritað samkomulag þess efnis að Tal hætti alfarið í viðskiptavinum við Vodafone þann 13. desember 2012. Fréttir Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Uppgjör á reikningum vegna gagnaflutnings og innsláttar pantana sem Vodafone telur Tal hafa vangreitt er á leið fyrir dómstóla. Verði lyktir málsins Vodafone í vil mun það kosta Tal 119 milljónir króna auk vaxta. Þetta kemur fram í ársreikningi IP-fjarskipta, móðurfélags Tals, og skráningarlýsingu Vodafone. Tal tapaði 93 milljónum króna í fyrra og eigið fé félagsins var neikvætt um 169 milljónir króna um síðustu áramót. Tal hefur því tapað um milljarði króna á árunum 2008 til 2012. Skuldir þess jukust úr 638 milljónum króna í 803 milljónir króna á árinu 2011. Þar af gengst móðurfélag IP-fjarskipta í sjálfsskuldarábyrgð fyrir skammtímaláni upp á 50 milljónir króna. Eigendur IP-fjarskipta eru Auður fagfjárfestasjóður 1, sem á 95 prósent, og Kjartan Örn Ólafsson. Í ársreikningnum kemur fram að töluverð óvissa sé um rekstrarhæfi Tals á þessu ári sem gæti „hugsanlega haft þær afleiðingar að félagið geti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði." Deila um uppgjörAuk þess stendur yfir deila á milli Tals og Vodafone um uppgjör krafna sem leystar verða fyrir dómstólum. Verði niðurstaðan Tali í óhag mun 119 milljóna króna skuldbinding lenda á félaginu til viðbótar við það sem þegar er tilgreint í ársreikningi. Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir stöðuna hafa batnað á fyrri hluta þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA) hafi verið 104 milljónir króna en heildarniðurstaða rekstursins fæst ekki uppgefin hjá honum. Tal hefur verið í mikilli auglýsingaherferð á undanförnum mánuðum þar sem viðskiptavinum er boðið tíu gígabæta gagnamagn fyrir 500 krónur. Að sögn Viktors hafa um fjögur þúsund nýir viðskiptavinir gengið til liðs við félagið eftir að það hóf að bjóða umrætt tilboð. Aðspurður um aðfinnslur endurskoðanda félagsins í ársreikningi, um óvissu um rekstrarhæfi félagsins, segir Viktor þetta vera hefðbundna athugasemd, enda sé félagið með neikvætt eigið fé þannig. Farnir til SímansTal, sem á ekki sitt eigið dreifikerfi og leigir því aðgang að kerfum annarra, tilkynnti í síðustu viku að félagið hefði fært öll heildsöluviðskipti yfir til Símans, en þau voru áður hjá Vodafone. Viktor segir að tilfærslan muni gera rekstur Tals öruggari. „Rekstrarumhverfi okkar hefur ekki verið nægilega öruggt í viðskiptum við Vodafone, sem hefur verið duglegt að senda okkur reikninga sem við teljum að ekki sé tilefni fyrir. Það er ágreiningsefni um það á milli félaganna. Með því að ná kúnnafjöldanum aftur þá getum við vel við unað." Í ársreikningi Tals er fjallað sérstaklega um þessar deilur og segir að „verði lyktir málanna hins vegar aðrar og óhagstæðari en þær sem stjórnendur og lögmaður félagsins telja líklegar […] er hugsanleg skuldbinding vegna þess um 119 millj. kr. án vaxta". Í skráningarlýsingu Vodafone, sem birt var á mánudag, kemur fram að um sé að ræða reikninga sem félagið gaf út á hendur Tali vegna kaupa Tals á gagnaflutningi umfram tiltekin mörk og vegna innsláttar pantana. Þar segir einnig að Vodafone og Tal hafi undirritað samkomulag þess efnis að Tal hætti alfarið í viðskiptavinum við Vodafone þann 13. desember 2012.
Fréttir Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira