Handhafar framkvæmdarvalds Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun