Hvenær á að byrja í leikskóla? Oddný Sturludóttir skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. Borgin er þó í sífellu að greina fjárhagsleg áhrif breytinga á þjónustu borgarinnar, fyrir t.d. langtímaáætlanagerð. Það þýðir ekki sjálfkrafa að borgin hafi yfir þeim fjármunum að ráða. Samþykkt var snemma árs 2012 að ráðast í greiningu á margvíslegum áhrifum þess að börn hefji leikskólagöngu eins árs gömul, í stað þess að miða við árið sem þau verða tveggja ára. Niðurstöðurnar leiddu margt forvitnilegt í ljós; kostnað upp á 1,2 milljarða án framkvæmdakostnaðar við nýbyggingar, þörf á fjölgun starfsfólks um rúmlega 200 manns, áhrif á dagforeldrakerfið sem myndi óhjákvæmilega minnka, húsnæðisþörf og margt fleira. Verkefnið var unnið með aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar. En verkefnið var ekki síst áríðandi til að borgarstjórn gæti svarað með raunsæjum hætti spurningunni sem allir foreldrar hafa skoðun á: Hvenær eiga börn að byrja í leikskóla? Helmingur foreldra velur leikskóla fyrr Í opnu bréfi Sigrúnar má lesa að hún telji að það sé eingöngu fjárhagslegt sjónarmið sem ráði því að foreldrar kjósa heldur leikskóla en dagforeldra. Það er rangt. Í viðhorfskönnunum skólayfirvalda í Reykjavík kemur ítrekað fram að um helmingur foreldra kýs heldur leikskóla en dagforeldra. Foreldrar tiltaka ýmsar ástæður fyrir því, kostnaður er þar á meðal. En foreldrar tilgreina einnig aðstöðu, örvun, öryggi, frí- og veikindadaga dagforeldra, stærri barnahóp og margt, margt fleira. Þegar foreldrar eru spurðir hvort þeir kysu frekar leikskóla en dagforeldri þrátt fyrir að þeir greiddu svipað gjald og hjá dagforeldri myndu samt sem áður 37% foreldra kjósa leikskóla. Þeir sem svara kannski eru 36% foreldra en fjórðungi fannst það ekki koma til greina. Ánægja með dagforeldra Þessar niðurstöður eru enginn áfellisdómur yfir þjónustu dagforeldra, foreldrar eru ánægðir með þeirra góða starf, umönnun og þjónustu. Ekki má líta framhjá því að um 50% foreldra kjósa heldur þeirra umönnun en að börn þeirra byrji ung á leikskóla. Fyrir því liggja margar ástæður, heimilislegri aðstæður, ein manneskja sér um barnið, samskipti við dagforeldrið skora hátt og færri börn í barnahópi eru meðal annarra ástæðna sem foreldrar tilgreina. Þetta dregur fram í dagsljósið að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því hvenær börn eiga að byrja í leikskóla. Það er okkar að taka mark á því þegar við þróum grunnþjónustu okkar á bilinu sem þarf að brúa milli fæðingarorlofs og leikskóla. Til framtíðar litið Síðastliðin ár hafa stórir árgangar fæðst í Reykjavík og því hefur borgin aukið umtalsvert fjármagn til leikskóla og dagforeldra. Við höfum forgangsraðað í knappri stöðu borgarsjóðs til að tryggja grunnþjónustu sem reykvískir foreldrar treysta á. Dagforeldrar vilja að borgin hækki niðurgreiðslur til þeirra svo að foreldrar greiði svipað verð og væru börnin á leikskóla. Það tekur í pyngjuna að eiga barn hjá dagforeldri, því er hugmyndin góðra gjalda verð. Borgin hefur hingað til ekki haft það svigrúm sem þarf, því miður. Það er erfitt að mæta kröfum um verulega hækkun niðurgreiðslna til dagforeldra á sama tíma og risastórir árgangar barna þarfnast leikskóla og dagforeldra. Hins vegar skapast mikilvægt svigrúm til þess að gera betur þegar fæðingarorlofssjóður verður styrktur og orlofið lengt. Fæðingarorlofið þarf að lengja Borgarstjórn samþykkti nýverið einróma tillögu þess efnis að borgin ræði formlega við ríkisvaldið nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof á Íslandi er mun styttra en hjá öðrum norrænum ríkjum, það er staðreynd. Samþykktin í borgarstjórn er ekki yfirlýsing um að borgin telji dagforeldra minna mikilvæga. Dagforeldrar verða áfram órjúfanlegur hluti af tilveru reykvískra fjölskyldna með ung börn. Hins vegar er mikilvægt að tryggja að samvera ungra barna með foreldrum sínum geti verið sem mest – og einnig að borgin þrói áfram leikskólastarf fyrir yngstu börnin þannig að komið sé til móts við þann hóp foreldra sem sannarlega velur leikskólana umfram allt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00 Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. Borgin er þó í sífellu að greina fjárhagsleg áhrif breytinga á þjónustu borgarinnar, fyrir t.d. langtímaáætlanagerð. Það þýðir ekki sjálfkrafa að borgin hafi yfir þeim fjármunum að ráða. Samþykkt var snemma árs 2012 að ráðast í greiningu á margvíslegum áhrifum þess að börn hefji leikskólagöngu eins árs gömul, í stað þess að miða við árið sem þau verða tveggja ára. Niðurstöðurnar leiddu margt forvitnilegt í ljós; kostnað upp á 1,2 milljarða án framkvæmdakostnaðar við nýbyggingar, þörf á fjölgun starfsfólks um rúmlega 200 manns, áhrif á dagforeldrakerfið sem myndi óhjákvæmilega minnka, húsnæðisþörf og margt fleira. Verkefnið var unnið með aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar. En verkefnið var ekki síst áríðandi til að borgarstjórn gæti svarað með raunsæjum hætti spurningunni sem allir foreldrar hafa skoðun á: Hvenær eiga börn að byrja í leikskóla? Helmingur foreldra velur leikskóla fyrr Í opnu bréfi Sigrúnar má lesa að hún telji að það sé eingöngu fjárhagslegt sjónarmið sem ráði því að foreldrar kjósa heldur leikskóla en dagforeldra. Það er rangt. Í viðhorfskönnunum skólayfirvalda í Reykjavík kemur ítrekað fram að um helmingur foreldra kýs heldur leikskóla en dagforeldra. Foreldrar tiltaka ýmsar ástæður fyrir því, kostnaður er þar á meðal. En foreldrar tilgreina einnig aðstöðu, örvun, öryggi, frí- og veikindadaga dagforeldra, stærri barnahóp og margt, margt fleira. Þegar foreldrar eru spurðir hvort þeir kysu frekar leikskóla en dagforeldri þrátt fyrir að þeir greiddu svipað gjald og hjá dagforeldri myndu samt sem áður 37% foreldra kjósa leikskóla. Þeir sem svara kannski eru 36% foreldra en fjórðungi fannst það ekki koma til greina. Ánægja með dagforeldra Þessar niðurstöður eru enginn áfellisdómur yfir þjónustu dagforeldra, foreldrar eru ánægðir með þeirra góða starf, umönnun og þjónustu. Ekki má líta framhjá því að um 50% foreldra kjósa heldur þeirra umönnun en að börn þeirra byrji ung á leikskóla. Fyrir því liggja margar ástæður, heimilislegri aðstæður, ein manneskja sér um barnið, samskipti við dagforeldrið skora hátt og færri börn í barnahópi eru meðal annarra ástæðna sem foreldrar tilgreina. Þetta dregur fram í dagsljósið að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því hvenær börn eiga að byrja í leikskóla. Það er okkar að taka mark á því þegar við þróum grunnþjónustu okkar á bilinu sem þarf að brúa milli fæðingarorlofs og leikskóla. Til framtíðar litið Síðastliðin ár hafa stórir árgangar fæðst í Reykjavík og því hefur borgin aukið umtalsvert fjármagn til leikskóla og dagforeldra. Við höfum forgangsraðað í knappri stöðu borgarsjóðs til að tryggja grunnþjónustu sem reykvískir foreldrar treysta á. Dagforeldrar vilja að borgin hækki niðurgreiðslur til þeirra svo að foreldrar greiði svipað verð og væru börnin á leikskóla. Það tekur í pyngjuna að eiga barn hjá dagforeldri, því er hugmyndin góðra gjalda verð. Borgin hefur hingað til ekki haft það svigrúm sem þarf, því miður. Það er erfitt að mæta kröfum um verulega hækkun niðurgreiðslna til dagforeldra á sama tíma og risastórir árgangar barna þarfnast leikskóla og dagforeldra. Hins vegar skapast mikilvægt svigrúm til þess að gera betur þegar fæðingarorlofssjóður verður styrktur og orlofið lengt. Fæðingarorlofið þarf að lengja Borgarstjórn samþykkti nýverið einróma tillögu þess efnis að borgin ræði formlega við ríkisvaldið nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof á Íslandi er mun styttra en hjá öðrum norrænum ríkjum, það er staðreynd. Samþykktin í borgarstjórn er ekki yfirlýsing um að borgin telji dagforeldra minna mikilvæga. Dagforeldrar verða áfram órjúfanlegur hluti af tilveru reykvískra fjölskyldna með ung börn. Hins vegar er mikilvægt að tryggja að samvera ungra barna með foreldrum sínum geti verið sem mest – og einnig að borgin þrói áfram leikskólastarf fyrir yngstu börnin þannig að komið sé til móts við þann hóp foreldra sem sannarlega velur leikskólana umfram allt annað.
Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00
Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun