Steingrími svarað Vilhjálmur Egilsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?" og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats. Jafnframt spyr ráðherrann SA hvort sjálfbær ríkisfjármál séu ekki mikilvæg forsenda batnandi lífskjara og að hætta sé á óábyrgum yfirboðum í komandi kosningabaráttu. Öllum spurningunum svarar hann játandi líkt og SA hafa hamrað á allt þetta kjörtímabil. Sá er þó munurinn að SA hafa ekki haft tök á að hafa þau áhrif á þróun ríkisfjármála sem greinarhöfundur hefur haft sem fjármálaráðherra og nú sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Varanlegur sparnaður minni Í áðurnefndri skýrslu er lagt tölulegt mat á helstu skattahækkanir frá árinu 2008 og áform um hækkanir í fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurstaðan er að varlega áætlað hafi skattahækkanir numið 87 milljörðum króna á áætluðu verðlagi ársins 2013. Samanburður á útgjöldum ríkissjóðs á föstu verðlagi á milli áranna 2008 og 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, leiðir í ljós lækkun þeirra um 67 milljarða króna á tímabilinu. Þegar nánar er rýnt í niðurskurð útgjalda kemur fram að varanlegur sparnaður er umtalsvert minni en fyrrnefndar tölur bera með sér. Þannig hefur stofn- og viðhaldskostnaður ríkisins lækkað um 30 ma.kr. á verðlagi ársins 2013 (viðhald á vegum, byggingum o.fl.) en varanleg rekstrar- og tilfærsluútgjöld einungis um 37 ma.kr., eða innan við fjórðung aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Samtök atvinnulífsins stóðu að þeirri markmiðssetningu stöðugleikasáttmálans frá júní 2009 að ná skyldi jafnvægi í ríkisfjármálum með því að skattahækkanir næmu 45 prósentum aðhaldsaðgerða en útgjaldalækkanir 55 prósentum. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þetta markmið og fyrirhugar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 að auka beinlínis útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins stóðu t.d. að því að hækka atvinnutryggingagjald til þess að standa undir kostnaðinum af stórfelldu atvinnuleysi, enda myndi tryggingagjaldið svo lækka með lækkandi útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar atvinnuleysi færi aftur minnkandi. Um þetta hefur verið margsamið og síðast við gerð kjarasamninga í maí 2011. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar að þessir samningar verði að engu hafðir og tryggingagjald ekki lækkað eins og til stóð. Tillögur Samtaka atvinnulífsins um hófsamar og ábyrgar skattalækkanir á atvinnulífið á næstu árum þarf að skoða í því ljósi að skattahækkanir hafa verið langt umfram markmiðið um 45 prósent af aðlögunarþörfinni í ríkisfjármálum og í mörgum tilvikum gengið allt of nærri þeim sem þurfa að standa undir aukinni skattbyrði. Slíkar skattahækkanir skila ekki árangri því að þær rýra skattstofnana og hefta vöxt atvinnulífsins. Margítrekaðar ábendingar Tillögur Samtaka atvinnulífsins þarf enn fremur að skoða í samhengi við margítrekaðar ábendingar um nauðsyn aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, en það er langvænlegasta leiðin út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur klúðrað langflestum tækifærum sem gefist hafa til aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, mest vegna áherslu á hugmyndafræðilega sigra frekar en samstöðu og praktískar lausnir. Auknar fjárfestingar og meiri umsvif í atvinnulífinu eru lykilatriði til þess að skattar skili ásættanlegum tekjum í ríkissjóð. Samtök atvinnulífsins hafa margoft óskað eftir því að fá að vera með í ráðum um það hvernig haga skuli nauðsynlegum skattabreytingum en afar lítið hefur verið á þau hlustað. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti notað fyrst og fremst þá aðferð að koma fram með vanhugsaðar og illa unnar tillögur sem allt of oft hafa náð fram að ganga en verið atvinnulífinu og samfélaginu öllu til stórtjóns. Mikil orka hefur farið í að vinda ofan af mesta fúskinu, sem þó hefur ekki tekist nema að litlu leyti. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að íslensk fyrirtæki telja skattamál vera meðal sinna helstu vandamála. Og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að fara í sérstaka afneitun vegna þess. Miklu árangursríkara væri fyrir hann að taka ábyrgum tillögum Samtaka atvinnulífsins fagnandi og óska eftir samvinnu um að ná þeim fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?" og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats. Jafnframt spyr ráðherrann SA hvort sjálfbær ríkisfjármál séu ekki mikilvæg forsenda batnandi lífskjara og að hætta sé á óábyrgum yfirboðum í komandi kosningabaráttu. Öllum spurningunum svarar hann játandi líkt og SA hafa hamrað á allt þetta kjörtímabil. Sá er þó munurinn að SA hafa ekki haft tök á að hafa þau áhrif á þróun ríkisfjármála sem greinarhöfundur hefur haft sem fjármálaráðherra og nú sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Varanlegur sparnaður minni Í áðurnefndri skýrslu er lagt tölulegt mat á helstu skattahækkanir frá árinu 2008 og áform um hækkanir í fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurstaðan er að varlega áætlað hafi skattahækkanir numið 87 milljörðum króna á áætluðu verðlagi ársins 2013. Samanburður á útgjöldum ríkissjóðs á föstu verðlagi á milli áranna 2008 og 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, leiðir í ljós lækkun þeirra um 67 milljarða króna á tímabilinu. Þegar nánar er rýnt í niðurskurð útgjalda kemur fram að varanlegur sparnaður er umtalsvert minni en fyrrnefndar tölur bera með sér. Þannig hefur stofn- og viðhaldskostnaður ríkisins lækkað um 30 ma.kr. á verðlagi ársins 2013 (viðhald á vegum, byggingum o.fl.) en varanleg rekstrar- og tilfærsluútgjöld einungis um 37 ma.kr., eða innan við fjórðung aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Samtök atvinnulífsins stóðu að þeirri markmiðssetningu stöðugleikasáttmálans frá júní 2009 að ná skyldi jafnvægi í ríkisfjármálum með því að skattahækkanir næmu 45 prósentum aðhaldsaðgerða en útgjaldalækkanir 55 prósentum. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þetta markmið og fyrirhugar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 að auka beinlínis útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins stóðu t.d. að því að hækka atvinnutryggingagjald til þess að standa undir kostnaðinum af stórfelldu atvinnuleysi, enda myndi tryggingagjaldið svo lækka með lækkandi útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar atvinnuleysi færi aftur minnkandi. Um þetta hefur verið margsamið og síðast við gerð kjarasamninga í maí 2011. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar að þessir samningar verði að engu hafðir og tryggingagjald ekki lækkað eins og til stóð. Tillögur Samtaka atvinnulífsins um hófsamar og ábyrgar skattalækkanir á atvinnulífið á næstu árum þarf að skoða í því ljósi að skattahækkanir hafa verið langt umfram markmiðið um 45 prósent af aðlögunarþörfinni í ríkisfjármálum og í mörgum tilvikum gengið allt of nærri þeim sem þurfa að standa undir aukinni skattbyrði. Slíkar skattahækkanir skila ekki árangri því að þær rýra skattstofnana og hefta vöxt atvinnulífsins. Margítrekaðar ábendingar Tillögur Samtaka atvinnulífsins þarf enn fremur að skoða í samhengi við margítrekaðar ábendingar um nauðsyn aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, en það er langvænlegasta leiðin út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur klúðrað langflestum tækifærum sem gefist hafa til aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, mest vegna áherslu á hugmyndafræðilega sigra frekar en samstöðu og praktískar lausnir. Auknar fjárfestingar og meiri umsvif í atvinnulífinu eru lykilatriði til þess að skattar skili ásættanlegum tekjum í ríkissjóð. Samtök atvinnulífsins hafa margoft óskað eftir því að fá að vera með í ráðum um það hvernig haga skuli nauðsynlegum skattabreytingum en afar lítið hefur verið á þau hlustað. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti notað fyrst og fremst þá aðferð að koma fram með vanhugsaðar og illa unnar tillögur sem allt of oft hafa náð fram að ganga en verið atvinnulífinu og samfélaginu öllu til stórtjóns. Mikil orka hefur farið í að vinda ofan af mesta fúskinu, sem þó hefur ekki tekist nema að litlu leyti. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að íslensk fyrirtæki telja skattamál vera meðal sinna helstu vandamála. Og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að fara í sérstaka afneitun vegna þess. Miklu árangursríkara væri fyrir hann að taka ábyrgum tillögum Samtaka atvinnulífsins fagnandi og óska eftir samvinnu um að ná þeim fram.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar