Hver býr til jólakonfektið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun