Hver býr til jólakonfektið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun