Viljinn er skýr 26. október 2012 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlagaráðs verður lögð til grundvallar nýrrar stjórnarskráar. Mikilvægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosningar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Engin samstaða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk. Ég vil benda á að í stjórnlagaráði hefur þegar farið fram málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða sem njóta stuðnings meðal þjóðarinnar. Hér eru tvö dæmi. Í landinu er rík krafa um að gera landið að einu kjördæmi. Að sama skapi vill fólk viðhalda kjördæmaskipun sem hvetur þingmenn til að verja og sinna sérstökum hagsmunum. Bæði sjónarmið hafa sína kosti og galla. Niðurstaða stjórnlagaráðs er málamiðlun milli þessara sjónarmiða til að ná sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar. Tillögur stjórnlagaráðs um forsetaembættið eru einnig tilraun til að sætta ólík sjónarmið. Í stjórnlagaráði var fólk sem vildi aukin völd forsetans, en einnig fólk sem vildi takmarka þau í samræmi við hlutverk þjóðhöfðingja í nágrannalöndum okkar. Niðurstaðan er valdalítið en mikilvægt forsetaembætti. Tillögur stjórnlagaráðs fela ekki í sér jafn miklar breytingar og ætla mætti af gagnrýnisröddum. Þingræði er og verður áfram megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar og erlendar og margreyndar fyrirmyndir eru að flestum þeim breytingum sem stjórnlagaráð gerði tillögu um. Róttækustu tillögurnar er að mínu viti þrjár: Í fyrsta lagi er vægi atkvæða jafnað og opnað á persónukjör. Í öðru lagi er kveðið á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeign. Og í þriðja lagi þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Allar þessar tillögur njóta mikils stuðnings meðal landsmanna og Alþingi verður að fara mjög varlega í að breyta þeim. Þeir þingmenn sem reyna að útvatna tillögur stjórnlagaráðs um þjóðareign á auðlindum eða jafnt vægi atkvæða munu lenda í erfiðleikum með að útskýra það fyrir kjósendum. Vilji þeirra er jú skýr! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlagaráðs verður lögð til grundvallar nýrrar stjórnarskráar. Mikilvægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosningar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Engin samstaða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk. Ég vil benda á að í stjórnlagaráði hefur þegar farið fram málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða sem njóta stuðnings meðal þjóðarinnar. Hér eru tvö dæmi. Í landinu er rík krafa um að gera landið að einu kjördæmi. Að sama skapi vill fólk viðhalda kjördæmaskipun sem hvetur þingmenn til að verja og sinna sérstökum hagsmunum. Bæði sjónarmið hafa sína kosti og galla. Niðurstaða stjórnlagaráðs er málamiðlun milli þessara sjónarmiða til að ná sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar. Tillögur stjórnlagaráðs um forsetaembættið eru einnig tilraun til að sætta ólík sjónarmið. Í stjórnlagaráði var fólk sem vildi aukin völd forsetans, en einnig fólk sem vildi takmarka þau í samræmi við hlutverk þjóðhöfðingja í nágrannalöndum okkar. Niðurstaðan er valdalítið en mikilvægt forsetaembætti. Tillögur stjórnlagaráðs fela ekki í sér jafn miklar breytingar og ætla mætti af gagnrýnisröddum. Þingræði er og verður áfram megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar og erlendar og margreyndar fyrirmyndir eru að flestum þeim breytingum sem stjórnlagaráð gerði tillögu um. Róttækustu tillögurnar er að mínu viti þrjár: Í fyrsta lagi er vægi atkvæða jafnað og opnað á persónukjör. Í öðru lagi er kveðið á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeign. Og í þriðja lagi þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Allar þessar tillögur njóta mikils stuðnings meðal landsmanna og Alþingi verður að fara mjög varlega í að breyta þeim. Þeir þingmenn sem reyna að útvatna tillögur stjórnlagaráðs um þjóðareign á auðlindum eða jafnt vægi atkvæða munu lenda í erfiðleikum með að útskýra það fyrir kjósendum. Vilji þeirra er jú skýr!
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun