Óvissuferð heldur áfram Skúli Magnússon skrifar 25. október 2012 06:00 Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3 þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt sinn, styðji tillögur Stjórnlagaráðs getur vart komið á óvart. Þótt deilt hafi verið um hvernig standa eigi að breytingum á stjórnarskrá, svo og hversu róttækar þessar breytingar eigi að vera, liggur fyrir að í samfélaginu er breið samstaða um breytingar, t.d. að því er snertir auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og meðferð stjórnarskrárbreytinga. Því hefur verið haldið fram, m.a. af mér á síðum þessa blaðs, að í stað hinnar róttæku nálgunar Stjórnlagaráðs eigi að láta gildandi stjórnarskrá njóta vafans og gera á henni yfirvegaðar og hófsamar breytingar um ákveðin atriði (sjá t.d. slíka tillögu á stjornskipun.is). Með atkvæðagreiðslunni var auðvitað með engum hætti leitast við að gera upp á milli þessara leiða. Þess í stað mátti skilja kjarnaspurningu atkvæðagreiðslunnar á þá leið að „nei" þýddi í raun stuðning við óbreytta stjórnskipun án vilja til nokkurra breytinga. Þess í stað var unnt að segja „já" og jafnframt velja breytingarkosti ef kjósandinn var ekki fyllilega sannfærður um jáyrði sitt við fyrstu spurningu. Hver og einn verður að meta hversu lýðræðisleg atkvæðagreiðsla sem þessi er. Það er hins vegar ljóst að töluvert hlaut að þurfa koma til svo að fólk hafnaði alfarið tillögum Stjórnlagaráðs, væri það á annað borð fylgjandi breytingum á gildandi stjórnarskrá. Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að 1/3 hluti kjósenda skuli þrátt fyrir allt hafa sagt „nei" og þannig lýst því yfir að óskynsamlegt sé að halda áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar á forsendum núverandi ferlis. Hér verður ekki lagður dómur á það hvort stuðningur 2/3 hluta þeirra sem mættu á kjörstað feli í sér afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar og fullnægjandi lýðræðislegt umboð til að kollvarpa núgildandi stjórnskipun. Það er hins vegar vonandi að áhyggjur þeirra sem gagnrýnt hafa frumvarp Stjórnlagaráðs reynist áhyggjulausar og hin stjórnskipulega óvissuferð, sem hófst árið 2010 og nú heldur fyrirsjáanlega áfram, jafnvel með lögfestingu nýrrar stjórnarskrár árið 2013, eigi sér þrátt fyrir allt farsælar lyktir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3 þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt sinn, styðji tillögur Stjórnlagaráðs getur vart komið á óvart. Þótt deilt hafi verið um hvernig standa eigi að breytingum á stjórnarskrá, svo og hversu róttækar þessar breytingar eigi að vera, liggur fyrir að í samfélaginu er breið samstaða um breytingar, t.d. að því er snertir auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og meðferð stjórnarskrárbreytinga. Því hefur verið haldið fram, m.a. af mér á síðum þessa blaðs, að í stað hinnar róttæku nálgunar Stjórnlagaráðs eigi að láta gildandi stjórnarskrá njóta vafans og gera á henni yfirvegaðar og hófsamar breytingar um ákveðin atriði (sjá t.d. slíka tillögu á stjornskipun.is). Með atkvæðagreiðslunni var auðvitað með engum hætti leitast við að gera upp á milli þessara leiða. Þess í stað mátti skilja kjarnaspurningu atkvæðagreiðslunnar á þá leið að „nei" þýddi í raun stuðning við óbreytta stjórnskipun án vilja til nokkurra breytinga. Þess í stað var unnt að segja „já" og jafnframt velja breytingarkosti ef kjósandinn var ekki fyllilega sannfærður um jáyrði sitt við fyrstu spurningu. Hver og einn verður að meta hversu lýðræðisleg atkvæðagreiðsla sem þessi er. Það er hins vegar ljóst að töluvert hlaut að þurfa koma til svo að fólk hafnaði alfarið tillögum Stjórnlagaráðs, væri það á annað borð fylgjandi breytingum á gildandi stjórnarskrá. Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að 1/3 hluti kjósenda skuli þrátt fyrir allt hafa sagt „nei" og þannig lýst því yfir að óskynsamlegt sé að halda áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar á forsendum núverandi ferlis. Hér verður ekki lagður dómur á það hvort stuðningur 2/3 hluta þeirra sem mættu á kjörstað feli í sér afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar og fullnægjandi lýðræðislegt umboð til að kollvarpa núgildandi stjórnskipun. Það er hins vegar vonandi að áhyggjur þeirra sem gagnrýnt hafa frumvarp Stjórnlagaráðs reynist áhyggjulausar og hin stjórnskipulega óvissuferð, sem hófst árið 2010 og nú heldur fyrirsjáanlega áfram, jafnvel með lögfestingu nýrrar stjórnarskrár árið 2013, eigi sér þrátt fyrir allt farsælar lyktir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar