Nú verða verkin að tala Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. október 2012 06:00 Kvennafrídagurinn 24. október hefur hér á landi að miklu leyti verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði og fyrir jöfnum aðgangi kynjanna að valdastofnunum samfélagsins. Á Íslandi getum við verið þakklát fyrir góðan árangur í þessari baráttu, sem aldrei hefði náðst nema vegna þess að krafan um jafnrétti nýtur mikils stuðnings og er borin uppi af öflugri grasrót. Hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum hefur verið jafnaður, lög hafa verið sett um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera eru 40% sætanna nú skipuð í samræmi við jafnréttislög. Krafan um launajafnrétti kynjanna hefur hljómað einna hæst, enda virðist sem árangur á því sviði sé afar torsóttur. Enn finna launagreiðendur leiðir fram hjá lögum, reglum, samþykktum og ákalli víðs vegar úr samfélaginu um jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf sem krafist hefur verið áratugum saman. Á dögunum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja með sautján aðgerðum sem spanna rannsóknir, samstarf við aðila vinnumarkaðar, jafnlaunaúttektir og innleiðingu á hinum nýja jafnlaunastaðli, svo nokkuð sé nefnt. Til að ýta henni duglega úr vör var ákveðið að flýta gerð jafnlaunaúttekta í ráðuneytum sem síðar yrðu fyrirmynd að jafnlaunaúttektum í stofnunum ríkisins sem næst verður ráðist í. Nú hafa slíkar úttektir verið gerðar í ráðuneytunum og í einhverjum tilvikum hefur komið í ljós ástæða til að leiðrétta laun í kjölfarið, ekki aðeins til að eyða launamun milli kynja heldur einnig milli starfsmanna almennt. Í slíkar leiðréttingar verður nú þegar ráðist. Úttektirnar hafa leitt í ljós að styrkja þarf aðferðafræði við launasetningu og hefur ríkisstjórnin því jafnframt samþykkt að hefja vinnu við mótun launastefnu Stjórnarráðsins þar sem launajafnrétti kynja, launasetning á grundvelli málefnalegra viðmiða og virkt eftirlit verði meðal hornsteina. Í dag verður nýsamþykkt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn launamun kynja kynnt opinberlega og við sama tækifæri verður undirrituð viljayfirlýsing með heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins um samvinnu við stjórnvöld um að stórefla baráttuna fyrir launajafnrétti kynja, í samræmi við aðgerðaáætlunina. Nú verða verkin að tala. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kvennafrídagurinn 24. október hefur hér á landi að miklu leyti verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði og fyrir jöfnum aðgangi kynjanna að valdastofnunum samfélagsins. Á Íslandi getum við verið þakklát fyrir góðan árangur í þessari baráttu, sem aldrei hefði náðst nema vegna þess að krafan um jafnrétti nýtur mikils stuðnings og er borin uppi af öflugri grasrót. Hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum hefur verið jafnaður, lög hafa verið sett um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera eru 40% sætanna nú skipuð í samræmi við jafnréttislög. Krafan um launajafnrétti kynjanna hefur hljómað einna hæst, enda virðist sem árangur á því sviði sé afar torsóttur. Enn finna launagreiðendur leiðir fram hjá lögum, reglum, samþykktum og ákalli víðs vegar úr samfélaginu um jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf sem krafist hefur verið áratugum saman. Á dögunum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja með sautján aðgerðum sem spanna rannsóknir, samstarf við aðila vinnumarkaðar, jafnlaunaúttektir og innleiðingu á hinum nýja jafnlaunastaðli, svo nokkuð sé nefnt. Til að ýta henni duglega úr vör var ákveðið að flýta gerð jafnlaunaúttekta í ráðuneytum sem síðar yrðu fyrirmynd að jafnlaunaúttektum í stofnunum ríkisins sem næst verður ráðist í. Nú hafa slíkar úttektir verið gerðar í ráðuneytunum og í einhverjum tilvikum hefur komið í ljós ástæða til að leiðrétta laun í kjölfarið, ekki aðeins til að eyða launamun milli kynja heldur einnig milli starfsmanna almennt. Í slíkar leiðréttingar verður nú þegar ráðist. Úttektirnar hafa leitt í ljós að styrkja þarf aðferðafræði við launasetningu og hefur ríkisstjórnin því jafnframt samþykkt að hefja vinnu við mótun launastefnu Stjórnarráðsins þar sem launajafnrétti kynja, launasetning á grundvelli málefnalegra viðmiða og virkt eftirlit verði meðal hornsteina. Í dag verður nýsamþykkt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn launamun kynja kynnt opinberlega og við sama tækifæri verður undirrituð viljayfirlýsing með heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins um samvinnu við stjórnvöld um að stórefla baráttuna fyrir launajafnrétti kynja, í samræmi við aðgerðaáætlunina. Nú verða verkin að tala. Til hamingju með daginn!
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar