Baráttan gegn atvinnuleysi er flókið samspil 27. september 2012 06:00 Atvinnuleysi hefur góðu heilli farið ört lækkandi síðustu mánuði og raunar hraðar en útlit var fyrir í byrjun ársins. Atvinnuleysið varð mest árin 2009 og 2010, 8-8,1% en fór niður í 7,4% árið 2011. Í ár 2012 stefnir í að hlutfallið verði nálægt 5,7% en talsverð óvissa er með þróun atvinnuleysis næstu ár. Þar ræður þróun efnahagsmála vitaskuld mestu og hvernig uppbyggingu atvinnulífsins verður hagað. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir að atvinnuleysi muni lækka áfram og verði að öllum líkindum nálægt 4% á árunum 2013 og 2014. Því verður varla með orðum lýst hversu mikilvægt það er að ná tökum á atvinnuleysinu enda ekkert samfélagslegt vandamál sem er stærra en mikið og langvarandi atvinnuleysi. Bæði vegur það alvarlega að allri afkomu þjóðarbúsins og möguleikum þess til að halda uppi mannsæmandi heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi, auk þess dregur það einnig máttinn úr einstaklingunum, lítilsvirðir menntun og framtíðarsýn unga fólksins og vegur að undirstöðum heilbrigðs samfélagsástands. Evrópa öll glímir við vaxandi atvinnuleysi og Suður-Evrópuríkin allra mest. Dæmin þaðan sýna að órói, tortryggni og vantrú einstaklinganna gagnvart kjörnum stjórnvöldum, sem ráða ekki við þróun efnahagsmála eða sýna ekki aðgerðir til að spyrna við fæti, fer vaxandi. Við aðstæður sem þessar er afar brýnt að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja og launafólks sameinist um aðgerðir sem a.m.k. hafi líknandi áhrif á það ástand sem varir, þar sem lækningin felst vitaskuld í engu öðru en öflugu atvinnulífi. Mikilvægt er að líta til reynslu nágrannaríkjanna í þessum efnum og leggja mat á hvað hefur borið árangur og hvað ekki. Slíkur samanburður leiðir í ljós að öflugt framboð vinnumarkaðsúrræða með einstaklingsbundinni nálgun skilar allra bestum árangri í baráttunni gegn atvinnuleysinu. Í Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi, og Austurríki er atvinnuleysið minnst meðal Evrópuríkja. Öll þessi lönd hafa þróað með sér tiltölulega öflugt tryggingakerfi til að mæta framfærsluþörf þeirra sem atvinnulausir eru en halda líka uppi víðfeðmu framboði af vinnumarkaðsúrræðum sem einstaklingum sem eru í atvinnuleit ber að taka þátt í. Þessu er ekki eins til að dreifa í Suður-Evrópuríkjunum. Á Íslandi hafa menn borið gæfu til að fara þessa braut og Vinnumálastofnun hefur verið máttarstólpinn í að innleiða aðgerðir eins og Nám er vinnandi vegur til að örva atvinnuleitendur til frekara náms og Vinnandi vegur sem skapað hafa a.m.k. tímabundin störf fyrir stóran hluta þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Þetta er gífurlega mikilvægt og líklega mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir við fyrstu sýn. Líta verður til margra þátta þegar aðgerðir af þessu tagi eru skipulagðar til þess að þær taki á sem flestum þáttum sem örva einstaklingana til atvinnuleitar. Langvarandi atvinnuleysi dregur úr getu og vinnuhæfni einstaklinganna, bótagreiðslur geta dregið úr hvatningu og tækifærin til breytinga eru ekki fyrir hendi. Stefna sem leiðir til virkari atvinnuleitar og þátttöku á vinnumarkaðnum þarf m.a. að fela í sér eftirfarandi þætti: skilvirka vinnumiðlun og atvinnuleit, þjálfunartækifæri og starfsendurhæfingu, mat á heilsufarsástandi, stuðning við fyrirtæki sem eru þátttakendur í vinnumarkaðsúrræðum – ýmist beinan eða gegnum skattaívilnanir, mat á áhrifum af löngum bótatímabilum frá opinberum framfærslukerfum og stuðning við eigin atvinnusköpun eða útfærslu viðskiptahugmynda. Það er ekki nóg að líta til eins þáttar og treysta því og trúa að það muni skila árangri – samspilið er miklu flóknara en svo. Ef allir þessir þættir eru hafðir í huga, er hægt að nálgast betur einstaklingana á þeirra eigin forsendum. Það er samdóma álit við mat á vinnumarkaðsúrræðum í Evrópuríkjunum, að það skiptir mestu máli. Langtímaárangur í baráttunni gegn atvinnuleysi byggist á því að atvinnulífið í landinu rétti úr kútnum og skapi raunveruleg framtíðarstörf. Vinnumarkaðsúrræði hafa það markmið að viðhalda hæfni og getu þeirra einstaklinga sem misst hafa vinnuna til þess að vera til reiðu og tilbúnir þegar kallið kemur frá atvinnulífinu. Aðeins þá hefur atvinnuleysið minnkað þegar þessi störf verða til og fólk er reiðubúið til að sinna þeim. Jafn gríðarlega mikilvæg og þau tímabundnu störf eru sem verða til með vinnumarkaðsúrræðum þá er það jafnhættulegt að trúa því að þau séu lausnin á atvinnuleysinu og að miða stjórnsýslu og fjárlagaákvarðanir út frá því að sú sé raunin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hefur staðið vaktina undir miklu álagi og er farið að sjá árangur erfiðisins. Starfinu er sannarlega ekki lokið og enn mikið verk fram undan meðan þúsundir manna eru enn atvinnulausar. Stofnunin er eina sérfræðistofnun landsins í náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnulausa, miðlun starfa og skipulagningu vinnumarkaðsúrræða og sem slík ómetanlegt verkfæri stjórnvalda í innleiðingu ákvarðana sinna. Það ættu þau að hafa vel í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi hefur góðu heilli farið ört lækkandi síðustu mánuði og raunar hraðar en útlit var fyrir í byrjun ársins. Atvinnuleysið varð mest árin 2009 og 2010, 8-8,1% en fór niður í 7,4% árið 2011. Í ár 2012 stefnir í að hlutfallið verði nálægt 5,7% en talsverð óvissa er með þróun atvinnuleysis næstu ár. Þar ræður þróun efnahagsmála vitaskuld mestu og hvernig uppbyggingu atvinnulífsins verður hagað. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir að atvinnuleysi muni lækka áfram og verði að öllum líkindum nálægt 4% á árunum 2013 og 2014. Því verður varla með orðum lýst hversu mikilvægt það er að ná tökum á atvinnuleysinu enda ekkert samfélagslegt vandamál sem er stærra en mikið og langvarandi atvinnuleysi. Bæði vegur það alvarlega að allri afkomu þjóðarbúsins og möguleikum þess til að halda uppi mannsæmandi heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi, auk þess dregur það einnig máttinn úr einstaklingunum, lítilsvirðir menntun og framtíðarsýn unga fólksins og vegur að undirstöðum heilbrigðs samfélagsástands. Evrópa öll glímir við vaxandi atvinnuleysi og Suður-Evrópuríkin allra mest. Dæmin þaðan sýna að órói, tortryggni og vantrú einstaklinganna gagnvart kjörnum stjórnvöldum, sem ráða ekki við þróun efnahagsmála eða sýna ekki aðgerðir til að spyrna við fæti, fer vaxandi. Við aðstæður sem þessar er afar brýnt að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja og launafólks sameinist um aðgerðir sem a.m.k. hafi líknandi áhrif á það ástand sem varir, þar sem lækningin felst vitaskuld í engu öðru en öflugu atvinnulífi. Mikilvægt er að líta til reynslu nágrannaríkjanna í þessum efnum og leggja mat á hvað hefur borið árangur og hvað ekki. Slíkur samanburður leiðir í ljós að öflugt framboð vinnumarkaðsúrræða með einstaklingsbundinni nálgun skilar allra bestum árangri í baráttunni gegn atvinnuleysinu. Í Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi, og Austurríki er atvinnuleysið minnst meðal Evrópuríkja. Öll þessi lönd hafa þróað með sér tiltölulega öflugt tryggingakerfi til að mæta framfærsluþörf þeirra sem atvinnulausir eru en halda líka uppi víðfeðmu framboði af vinnumarkaðsúrræðum sem einstaklingum sem eru í atvinnuleit ber að taka þátt í. Þessu er ekki eins til að dreifa í Suður-Evrópuríkjunum. Á Íslandi hafa menn borið gæfu til að fara þessa braut og Vinnumálastofnun hefur verið máttarstólpinn í að innleiða aðgerðir eins og Nám er vinnandi vegur til að örva atvinnuleitendur til frekara náms og Vinnandi vegur sem skapað hafa a.m.k. tímabundin störf fyrir stóran hluta þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Þetta er gífurlega mikilvægt og líklega mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir við fyrstu sýn. Líta verður til margra þátta þegar aðgerðir af þessu tagi eru skipulagðar til þess að þær taki á sem flestum þáttum sem örva einstaklingana til atvinnuleitar. Langvarandi atvinnuleysi dregur úr getu og vinnuhæfni einstaklinganna, bótagreiðslur geta dregið úr hvatningu og tækifærin til breytinga eru ekki fyrir hendi. Stefna sem leiðir til virkari atvinnuleitar og þátttöku á vinnumarkaðnum þarf m.a. að fela í sér eftirfarandi þætti: skilvirka vinnumiðlun og atvinnuleit, þjálfunartækifæri og starfsendurhæfingu, mat á heilsufarsástandi, stuðning við fyrirtæki sem eru þátttakendur í vinnumarkaðsúrræðum – ýmist beinan eða gegnum skattaívilnanir, mat á áhrifum af löngum bótatímabilum frá opinberum framfærslukerfum og stuðning við eigin atvinnusköpun eða útfærslu viðskiptahugmynda. Það er ekki nóg að líta til eins þáttar og treysta því og trúa að það muni skila árangri – samspilið er miklu flóknara en svo. Ef allir þessir þættir eru hafðir í huga, er hægt að nálgast betur einstaklingana á þeirra eigin forsendum. Það er samdóma álit við mat á vinnumarkaðsúrræðum í Evrópuríkjunum, að það skiptir mestu máli. Langtímaárangur í baráttunni gegn atvinnuleysi byggist á því að atvinnulífið í landinu rétti úr kútnum og skapi raunveruleg framtíðarstörf. Vinnumarkaðsúrræði hafa það markmið að viðhalda hæfni og getu þeirra einstaklinga sem misst hafa vinnuna til þess að vera til reiðu og tilbúnir þegar kallið kemur frá atvinnulífinu. Aðeins þá hefur atvinnuleysið minnkað þegar þessi störf verða til og fólk er reiðubúið til að sinna þeim. Jafn gríðarlega mikilvæg og þau tímabundnu störf eru sem verða til með vinnumarkaðsúrræðum þá er það jafnhættulegt að trúa því að þau séu lausnin á atvinnuleysinu og að miða stjórnsýslu og fjárlagaákvarðanir út frá því að sú sé raunin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hefur staðið vaktina undir miklu álagi og er farið að sjá árangur erfiðisins. Starfinu er sannarlega ekki lokið og enn mikið verk fram undan meðan þúsundir manna eru enn atvinnulausar. Stofnunin er eina sérfræðistofnun landsins í náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnulausa, miðlun starfa og skipulagningu vinnumarkaðsúrræða og sem slík ómetanlegt verkfæri stjórnvalda í innleiðingu ákvarðana sinna. Það ættu þau að hafa vel í huga.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun