Leiftursókn frá raunveruleikanum 27. september 2012 06:00 Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna. Greina mátti svipaða örvæntingu í pistli rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu þann 24. september sl. sem fjallaði öðrum þræði um Sjálfstæðisflokkinn undir yfirskriftinni Leiftursókn gegn fylginu. Reyndar fjallaði pistillinn ekki um Sjálfstæðisflokkinn heldur það sem Guðmundur Andri vill að eigi við um Sjálfstæðisflokkinn. Það er alls ekki það sama. Guðmundur Andri er lipur penni og góður skáldsagnahöfundur. Það var því viðbúið, nú sem endranær, að skrif hans um þetta málefni ættu ekkert skylt við raunveruleikann. Það er ekki nýtt í rökræðukeppni stjórnmálanna að þeir sem verða rökþrota dragi upp falska mynd af andstæðingi sínum og reyni með þeim hætti að höfða til kjósenda með hræðsluáróðri, lygum og dylgjum. Virðing þeirra fyrir kjósendum er oftast jafnmikil og sannleiksgildi slíks málflutnings. Sem betur fer dæmir slíkur málflutningur sig iðulega sjálfur enda slík skrif oftast nær að finna meðal þeirra sem teljast virkir í athugasemdum á hinum ýmsu netmiðlum. Það óvenjulega við pistil Guðmundar Andra var ekki hvernig hann reyndi að ljúga upp á Sjálfstæðiflokkinn ýmsu vondu heldur hvernig hann reyndi að afbaka staðreyndir um tvo stjórnmálaflokka, hvorn í sínu landinu, og skeyta þeim svo saman í einn til þess að hæðast að öllu saman. Að búa til strámann til þess að rífa hann svo í sundur er áhrifamikið áróðursbragð ef vel tekst til. Slíkar barbarabrellur eiga þó meira skylt við umræðuhefð í fjölmiðlum vestanhafs og er jöfnum höndum beitt á repúblikana og demókrata. Sökum smæðar íslensks samfélags þýðir hins vegar sem betur fer lítið að ófrægja náungann með slíkum hætti eða leggjast í lygaherferð gegn einum stjórnmálaflokki. Fólk einfaldlega veit betur og þarf ekki að treysta með öllu á fjölmiðla til að fræðast um hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ljóst er að Guðmundur Andri fylgir ekki Sjálfstæðisflokknum að málum. Að sama skapi er líka ljóst að skrif hans um ímyndaðan flokk, sem hann kallar Sjálfstæðisflokk, hafa enga raunverulega þýðingu í þjóðmálaumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna. Greina mátti svipaða örvæntingu í pistli rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu þann 24. september sl. sem fjallaði öðrum þræði um Sjálfstæðisflokkinn undir yfirskriftinni Leiftursókn gegn fylginu. Reyndar fjallaði pistillinn ekki um Sjálfstæðisflokkinn heldur það sem Guðmundur Andri vill að eigi við um Sjálfstæðisflokkinn. Það er alls ekki það sama. Guðmundur Andri er lipur penni og góður skáldsagnahöfundur. Það var því viðbúið, nú sem endranær, að skrif hans um þetta málefni ættu ekkert skylt við raunveruleikann. Það er ekki nýtt í rökræðukeppni stjórnmálanna að þeir sem verða rökþrota dragi upp falska mynd af andstæðingi sínum og reyni með þeim hætti að höfða til kjósenda með hræðsluáróðri, lygum og dylgjum. Virðing þeirra fyrir kjósendum er oftast jafnmikil og sannleiksgildi slíks málflutnings. Sem betur fer dæmir slíkur málflutningur sig iðulega sjálfur enda slík skrif oftast nær að finna meðal þeirra sem teljast virkir í athugasemdum á hinum ýmsu netmiðlum. Það óvenjulega við pistil Guðmundar Andra var ekki hvernig hann reyndi að ljúga upp á Sjálfstæðiflokkinn ýmsu vondu heldur hvernig hann reyndi að afbaka staðreyndir um tvo stjórnmálaflokka, hvorn í sínu landinu, og skeyta þeim svo saman í einn til þess að hæðast að öllu saman. Að búa til strámann til þess að rífa hann svo í sundur er áhrifamikið áróðursbragð ef vel tekst til. Slíkar barbarabrellur eiga þó meira skylt við umræðuhefð í fjölmiðlum vestanhafs og er jöfnum höndum beitt á repúblikana og demókrata. Sökum smæðar íslensks samfélags þýðir hins vegar sem betur fer lítið að ófrægja náungann með slíkum hætti eða leggjast í lygaherferð gegn einum stjórnmálaflokki. Fólk einfaldlega veit betur og þarf ekki að treysta með öllu á fjölmiðla til að fræðast um hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ljóst er að Guðmundur Andri fylgir ekki Sjálfstæðisflokknum að málum. Að sama skapi er líka ljóst að skrif hans um ímyndaðan flokk, sem hann kallar Sjálfstæðisflokk, hafa enga raunverulega þýðingu í þjóðmálaumræðunni.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun