Frelsi og sjálfræði – eða bergmál frá miðöldum 27. september 2012 06:00 Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu bandaríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þrælanna og annarra sem skildu frelsishugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þessir vindar bárust einnig til Frakklands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið. Vorið kom líka til Íslands, smátt og smátt þokaðist samfélagið nær því að geta talist samfélag jafningja. Ekki af því að allir væru beinlínis jafnir, heldur vegna þess að hrein og klár mismunun studd af yfirvöldum og fest í lög var numin úr gildi. Þetta gerðist m.a. með því að konur fengu kosningarétt, verkamenn á skipum fengu rétt til að sofa, börn og ungmenni fengu rétt til að ganga í skóla og gamalt fólk fékk tækifæri til að hætta að vinna án þess að lenda á vonarvöl. Eftir því sem frelsið jókst, og eftir því sem fleirum hlotnaðist sjálfstæði og sjálfræði til að nýta sér það svigrúm sem aukið frelsi veitti, komu í ljós nýir hópar fólks sem bjuggu ekki bara við bág efnahagsleg kjör heldur yfirgripsmiklar frelsisskerðingar. Hér á ég við fólk sem bjó við fötlun. Til skamms tíma hefur líf fólks með fötlun verið undir gæsku og góðvild annarra komið. Stuðningur við þennan hóp miðaði fyrst við að gera því kleift að lifa af, kannski líka að gefa foreldrum og öðrum aðstandendum svigrúm til að sinna vinnu og eigin áhugamálum. Á síðustu árum hafa þær raddir heyrst að þessu fólki bæri frelsi og jafnrétti ekki síður en öðrum. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá því fólki sem sjálft býr við fötlun, því eins og öðrum finnst því lítilsvirðing í því fólgin að vera upp á gæsku og góðvild annarra komið. Það vill fá að vera sjálfstætt, fá að taka þátt í þjóðlífinu, setja sér sín eigin markmið og vinna að þeim eftir eigin getu. Það vill fá að stjórna eigin lífi sjálft. Nýlegar hugmyndir um skyldur ríkisins við fatlaða hafa einmitt þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Það er skylda ríkisins að búa svo í haginn fyrir fólk sem er með fötlun að það sjálft og aðstandendur þess geti lifað með reisn. Þetta er reyndar ekki sérstök skylda ríkisins við fólk með fötlun, heldur hefur ríkisvaldið þá skyldu gagnvart öllum borgurum að þeir eigi þess kost að lifa með reisn. Um þetta ætti að vera víðtæk sátt. Enginn sem hefur lágmarksskilning á mannréttindum ætti að vilja mæla þessu mót. Þess vegna brá mér í brún þegar ég sá í blaði um daginn eftirfarandi orð: „Það þarf líka að stokka upp í kerfinu. Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða náungakærleikann. Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erfitt t.d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa." Mér brá í brún því ég hafði ekki skilið stuðning við þá sem höllum fæti standa sem ríkisvæðingu náungakærleikans, heldur sem viðleitni ríkisins til að stuðla að frelsi og réttlæti – til að tryggja að fólk njóti mannréttinda. Skattarnir og bótakerfið eiga meðal annars að tryggja öllum mannsæmandi líf, þ.e. líf sem byggist á því að mannréttindi séu virt, hvernig sem fólk er til líkama og sálar. Betur má ef duga skal, en viðleitnin er þó í þessa átt. Sjálfstæði og sjálfræði fólks er auk þess forsenda þess að samfélagið geti einkennst af vináttu og virðingu fólks – náungakærleika – því einungis meðal jafningja getur vinátta verið sönn og gagnkvæm. Á miðöldum varð fólk, sem þurfti á hjálp að halda, iðulega að reiða sig á gæsku og góðvild annarra. Lífsáform þess voru algjörlega undir öðrum komin og framfærslan byggð á betli. Þetta fólk bjó því við kjör sem voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. Þegar ég sá þessa tilvitnun að ofan fannst mér ég heyra bergmál frá miðöldum. Samt var höfundur orðanna samtímamaður í stjórnmálum, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem sagði líka að Alþingi væri of lítill staður fyrir hann (Reykjanes, 20.september 2012, bls. 8-9). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu bandaríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þrælanna og annarra sem skildu frelsishugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þessir vindar bárust einnig til Frakklands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið. Vorið kom líka til Íslands, smátt og smátt þokaðist samfélagið nær því að geta talist samfélag jafningja. Ekki af því að allir væru beinlínis jafnir, heldur vegna þess að hrein og klár mismunun studd af yfirvöldum og fest í lög var numin úr gildi. Þetta gerðist m.a. með því að konur fengu kosningarétt, verkamenn á skipum fengu rétt til að sofa, börn og ungmenni fengu rétt til að ganga í skóla og gamalt fólk fékk tækifæri til að hætta að vinna án þess að lenda á vonarvöl. Eftir því sem frelsið jókst, og eftir því sem fleirum hlotnaðist sjálfstæði og sjálfræði til að nýta sér það svigrúm sem aukið frelsi veitti, komu í ljós nýir hópar fólks sem bjuggu ekki bara við bág efnahagsleg kjör heldur yfirgripsmiklar frelsisskerðingar. Hér á ég við fólk sem bjó við fötlun. Til skamms tíma hefur líf fólks með fötlun verið undir gæsku og góðvild annarra komið. Stuðningur við þennan hóp miðaði fyrst við að gera því kleift að lifa af, kannski líka að gefa foreldrum og öðrum aðstandendum svigrúm til að sinna vinnu og eigin áhugamálum. Á síðustu árum hafa þær raddir heyrst að þessu fólki bæri frelsi og jafnrétti ekki síður en öðrum. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá því fólki sem sjálft býr við fötlun, því eins og öðrum finnst því lítilsvirðing í því fólgin að vera upp á gæsku og góðvild annarra komið. Það vill fá að vera sjálfstætt, fá að taka þátt í þjóðlífinu, setja sér sín eigin markmið og vinna að þeim eftir eigin getu. Það vill fá að stjórna eigin lífi sjálft. Nýlegar hugmyndir um skyldur ríkisins við fatlaða hafa einmitt þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Það er skylda ríkisins að búa svo í haginn fyrir fólk sem er með fötlun að það sjálft og aðstandendur þess geti lifað með reisn. Þetta er reyndar ekki sérstök skylda ríkisins við fólk með fötlun, heldur hefur ríkisvaldið þá skyldu gagnvart öllum borgurum að þeir eigi þess kost að lifa með reisn. Um þetta ætti að vera víðtæk sátt. Enginn sem hefur lágmarksskilning á mannréttindum ætti að vilja mæla þessu mót. Þess vegna brá mér í brún þegar ég sá í blaði um daginn eftirfarandi orð: „Það þarf líka að stokka upp í kerfinu. Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða náungakærleikann. Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erfitt t.d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa." Mér brá í brún því ég hafði ekki skilið stuðning við þá sem höllum fæti standa sem ríkisvæðingu náungakærleikans, heldur sem viðleitni ríkisins til að stuðla að frelsi og réttlæti – til að tryggja að fólk njóti mannréttinda. Skattarnir og bótakerfið eiga meðal annars að tryggja öllum mannsæmandi líf, þ.e. líf sem byggist á því að mannréttindi séu virt, hvernig sem fólk er til líkama og sálar. Betur má ef duga skal, en viðleitnin er þó í þessa átt. Sjálfstæði og sjálfræði fólks er auk þess forsenda þess að samfélagið geti einkennst af vináttu og virðingu fólks – náungakærleika – því einungis meðal jafningja getur vinátta verið sönn og gagnkvæm. Á miðöldum varð fólk, sem þurfti á hjálp að halda, iðulega að reiða sig á gæsku og góðvild annarra. Lífsáform þess voru algjörlega undir öðrum komin og framfærslan byggð á betli. Þetta fólk bjó því við kjör sem voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. Þegar ég sá þessa tilvitnun að ofan fannst mér ég heyra bergmál frá miðöldum. Samt var höfundur orðanna samtímamaður í stjórnmálum, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem sagði líka að Alþingi væri of lítill staður fyrir hann (Reykjanes, 20.september 2012, bls. 8-9).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar