Keyptu fimmtung á 375 milljónir króna 27. september 2012 06:00 Forstjóri Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er einn stærsti eigandi hennar líka.fréttablaðið/pjetur Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20 prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka. Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestingasjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf., félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fagfjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta. Samkvæmt árshlutauppgjöri Arion banka voru greiddar 375 milljónir króna fyrir fimmtungshlutinn. Miðað við það verð er markaðsvirði Ölgerðarinnar um 1,9 milljarðar króna. Um tvö ár eru síðan Ölgerðin gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Í henni voru skuldir meðal annars lækkaðar úr 9,5 milljörðum króna í 7,2 milljarða króna. Lækkunin var tilkomin annars vegar vegna inngreiðslu nýs hlutafjár og skuldbreytingar Arion banka í hlutafé sem tryggði honum 20 prósenta eignarhlut. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til bankans um kaupin segir að fyrrum eigendur hafi átt kauprétt á hlutnum. „Arion banki ætlaði sér ekki að eiga þennan hlut til lengri tíma enda ekki hluti af kjarnastarfsemi bankans að eiga hluti í félagi eins og Ölgerðinni. Fyrrum eigendur einfaldlega kusu að nýta kaupréttinn og náðist um það samkomulag við bankann." Aðrir eigendur Ölgerðarinnar eru í viðtali við Atvinnulífið, tímarit Íslandsbanka um fjármál og efnahagshorfur sem gefið var út í gær. Þar segir Andri frá því að rekstur Ölgerðarinnar hafi gengið það vel að kaupin reyndust gerleg. Áætluð velta fyrirtækisins í ár er um 18 milljarðar króna. Ölgerðin fór fyrr í sumar í útboð með öll sín bankaviðskipti og flutti í kjölfarið alla fjármögnun og bankaviðskipti yfir til Íslandsbanka. Um er að ræða langtímafjármögnun upp á sex til sjö milljarða króna auk allrar bankaþjónustu. -þsj Fréttir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20 prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka. Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestingasjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf., félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fagfjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta. Samkvæmt árshlutauppgjöri Arion banka voru greiddar 375 milljónir króna fyrir fimmtungshlutinn. Miðað við það verð er markaðsvirði Ölgerðarinnar um 1,9 milljarðar króna. Um tvö ár eru síðan Ölgerðin gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Í henni voru skuldir meðal annars lækkaðar úr 9,5 milljörðum króna í 7,2 milljarða króna. Lækkunin var tilkomin annars vegar vegna inngreiðslu nýs hlutafjár og skuldbreytingar Arion banka í hlutafé sem tryggði honum 20 prósenta eignarhlut. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til bankans um kaupin segir að fyrrum eigendur hafi átt kauprétt á hlutnum. „Arion banki ætlaði sér ekki að eiga þennan hlut til lengri tíma enda ekki hluti af kjarnastarfsemi bankans að eiga hluti í félagi eins og Ölgerðinni. Fyrrum eigendur einfaldlega kusu að nýta kaupréttinn og náðist um það samkomulag við bankann." Aðrir eigendur Ölgerðarinnar eru í viðtali við Atvinnulífið, tímarit Íslandsbanka um fjármál og efnahagshorfur sem gefið var út í gær. Þar segir Andri frá því að rekstur Ölgerðarinnar hafi gengið það vel að kaupin reyndust gerleg. Áætluð velta fyrirtækisins í ár er um 18 milljarðar króna. Ölgerðin fór fyrr í sumar í útboð með öll sín bankaviðskipti og flutti í kjölfarið alla fjármögnun og bankaviðskipti yfir til Íslandsbanka. Um er að ræða langtímafjármögnun upp á sex til sjö milljarða króna auk allrar bankaþjónustu. -þsj
Fréttir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira