Himinn og haf kveður… Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. september 2012 06:00 … og þakkar frábærar viðtökur íbúa á höfuðborgarsvæðinu þau tvö sumur sem útikaffihúsið hefur verið starfrækt við Arnarnesvog. Þar sem enginn veitingastaður er í Garðabæ (ef IKEA er frátalið) hefur það verið sérstök ánægja fyrir mig að finna velviljann hjá íbúum og þörfina sem er til staðar fyrir veitingaþjónustu í bænum – og síðast en ekki síst þakklæti íbúanna. Þessi viðbrögð hafa hvatt mig áfram til að koma útikaffihúsinu á næsta stig og gera það að heilsárs veitingastað. Fyrirmyndin er að vissu leyti uppbygging Nauthóls, sem byrjaði sem sumarbústaður við Nauthólsvík. Bæjarráð Garðabæjar hefur hins vegar hafnað því að timburhús fái tímabundið að hýsa starfsemi veitingastaðar á lóðinni. Ástæðan mun vera sú að sumarbústaður sé of frábrugðinn metnaðarfullum hugmyndum bæjaryfirvalda um sérhannað húsnæði á þessari frábæru lóð við sjávarsíðuna, þar sem útsýni er stórbrotið og sólsetrin dásamleg. Stjórnsýsla í þágu íbúa? Nú eru tæp fjögur ár frá því ég sendi inn fyrsta erindið til bæjarráðs um að fá að hefja veitingarekstur í timburhúsi við Arnarnesvog. Þá hafði ekki verið gert ráð fyrir byggingum á „græna svæðinu" við voginn –hvað þá húsi undir veitingarekstur. Erindið varð til þess að deiliskipulagið var endurskoðað og gert ráð fyrir lóð undir veitingastað. Lóðin var síðan auglýst undir metnaðarfullum formerkjum og gerð krafa um vandaða hönnun byggingar og lóðar þar sem ákveðnar áherslur þurfti að virða. Nexus arkitektar gengu til liðs við mig og hönnuðu byggingu sem mætti kröfum bæjarins. Ég fékk lóðina og hófst þá handa við að láta verkefnið verða að veruleika. Útikaffihúsið var fyrsti hluti af uppbyggingu staðarins. Allmargir sérfræðingar hafa lagt mér lið og kynnt þetta skemmtilega verkefni mögulegum fjárfestum. Langflestum finnst verkefnið afar áhugavert og spennandi, hugmyndafræðin góð og útsýnið frábært. Niðurstaða þessarar vinnu – og mat sérfræðinganna – er hins vegar að á þessum tímapunkti muni enginn setja fjármagn í jafn dýra byggingu og gerð er krafa um vegna aðstæðna í samfélaginu. Ástæðurnar eru líka þær að verkefnið fær ekki að byggjast upp á eigin forsendum og að veitingarekstur er áhætturekstur. Fjárfestar vilja sjá rekstur af þessu tagi byggjast upp frá grunni, líkt og Nauthóll gerði; fyrst sem sumarbústað, og ef uppbygging gengur eftir og sýni að reksturinn standi undir jafn dýrri byggingu og óskað er eftir, sé möguleiki á að fjármagna steinsteypt hús. Þá leið er ég tilbúin að fara. Byrja á því að koma upp fallegum og hlýlegum sumarbústað sem gæti tekið á móti Garðbæingum og höfuðborgarbúum allan ársins hring og veitt þeim notalega og góða þjónustu á þessum einstaka stað. Í þriðja sinn hef ég nú lagt fram beiðni til yfirvalda um að fá að hefja starfsemina í sumarbústað. Þeirri leið hefur bæjarráð Garðabæjar nú hafnað. Ég verð þó að hrósa stjórnsýslunni í Garðabæ fyrir gegnsæ vinnubrögð og fyrir að láta pólitík ekki ráða för í þessu máli. En ég verð jafnframt að lýsa yfir miklum vonbrigðum með það að stjórnsýslan láti stífar reglur og metnað standa í vegi fyrir frumkvöðlum, sem vilja láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, því að kostnaðarlausu. Er það virkilega það sem íbúar Garðabæjar vilja? Lífsgæði og hjartað sem slær Eftir stendur að Garðbæingar hafa enn engan veitingastað að sækja í bænum sínum. Þeir verða af lífsgæðum sem ég tel eðlileg og nauðsynleg í nútímasamfélögum. Fyrir mig, sem hef haft aðsetur í sex löndum og kynnst því hversu mikilvæg hverfamenning er fyrir samfélögin, er það ekki ásættanlegt. Það er svo sannarlega „Himinn og haf" á milli þess sem bæjaryfirvöldum finnst mikilvægt í húsakosti undir veitingastað við Arnarnesvog og þess sem mér finnst skipta máli, þ.e. innra starfinu og hjartanu sem þar slær. Ég hef hins vegar fulla trú á því að fyrst bæjaryfirvöld þiggja ekki einkaframtakið, muni þau sjálf framkvæma. Innan tíðar tilkynni þau íbúum Garðabæjar hvernig þau ætli að stuðla að þessari framþróun. Fulltrúar bæjarbúa í bæjarstjórn hljóta að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að stuðla að lífsgæðum íbúanna og innri gæðum samfélagsins. Ég bíð því full eftirvæntingar eftir því að bæjaryfirvöld kynni áform sín í þessum efnum og vænti þess að geta sótt metnaðarfullan veitingastað við Arnarnesvoginn sem allra fyrst. Og satt best að segja finnst mér minnstu máli skipta hvort hann er staðsettur í hlýlegu timburhúsi eða glæsilegri steinbyggingu. Það er nefnilega ekki húsið sem skapar líf, það gerir fólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
… og þakkar frábærar viðtökur íbúa á höfuðborgarsvæðinu þau tvö sumur sem útikaffihúsið hefur verið starfrækt við Arnarnesvog. Þar sem enginn veitingastaður er í Garðabæ (ef IKEA er frátalið) hefur það verið sérstök ánægja fyrir mig að finna velviljann hjá íbúum og þörfina sem er til staðar fyrir veitingaþjónustu í bænum – og síðast en ekki síst þakklæti íbúanna. Þessi viðbrögð hafa hvatt mig áfram til að koma útikaffihúsinu á næsta stig og gera það að heilsárs veitingastað. Fyrirmyndin er að vissu leyti uppbygging Nauthóls, sem byrjaði sem sumarbústaður við Nauthólsvík. Bæjarráð Garðabæjar hefur hins vegar hafnað því að timburhús fái tímabundið að hýsa starfsemi veitingastaðar á lóðinni. Ástæðan mun vera sú að sumarbústaður sé of frábrugðinn metnaðarfullum hugmyndum bæjaryfirvalda um sérhannað húsnæði á þessari frábæru lóð við sjávarsíðuna, þar sem útsýni er stórbrotið og sólsetrin dásamleg. Stjórnsýsla í þágu íbúa? Nú eru tæp fjögur ár frá því ég sendi inn fyrsta erindið til bæjarráðs um að fá að hefja veitingarekstur í timburhúsi við Arnarnesvog. Þá hafði ekki verið gert ráð fyrir byggingum á „græna svæðinu" við voginn –hvað þá húsi undir veitingarekstur. Erindið varð til þess að deiliskipulagið var endurskoðað og gert ráð fyrir lóð undir veitingastað. Lóðin var síðan auglýst undir metnaðarfullum formerkjum og gerð krafa um vandaða hönnun byggingar og lóðar þar sem ákveðnar áherslur þurfti að virða. Nexus arkitektar gengu til liðs við mig og hönnuðu byggingu sem mætti kröfum bæjarins. Ég fékk lóðina og hófst þá handa við að láta verkefnið verða að veruleika. Útikaffihúsið var fyrsti hluti af uppbyggingu staðarins. Allmargir sérfræðingar hafa lagt mér lið og kynnt þetta skemmtilega verkefni mögulegum fjárfestum. Langflestum finnst verkefnið afar áhugavert og spennandi, hugmyndafræðin góð og útsýnið frábært. Niðurstaða þessarar vinnu – og mat sérfræðinganna – er hins vegar að á þessum tímapunkti muni enginn setja fjármagn í jafn dýra byggingu og gerð er krafa um vegna aðstæðna í samfélaginu. Ástæðurnar eru líka þær að verkefnið fær ekki að byggjast upp á eigin forsendum og að veitingarekstur er áhætturekstur. Fjárfestar vilja sjá rekstur af þessu tagi byggjast upp frá grunni, líkt og Nauthóll gerði; fyrst sem sumarbústað, og ef uppbygging gengur eftir og sýni að reksturinn standi undir jafn dýrri byggingu og óskað er eftir, sé möguleiki á að fjármagna steinsteypt hús. Þá leið er ég tilbúin að fara. Byrja á því að koma upp fallegum og hlýlegum sumarbústað sem gæti tekið á móti Garðbæingum og höfuðborgarbúum allan ársins hring og veitt þeim notalega og góða þjónustu á þessum einstaka stað. Í þriðja sinn hef ég nú lagt fram beiðni til yfirvalda um að fá að hefja starfsemina í sumarbústað. Þeirri leið hefur bæjarráð Garðabæjar nú hafnað. Ég verð þó að hrósa stjórnsýslunni í Garðabæ fyrir gegnsæ vinnubrögð og fyrir að láta pólitík ekki ráða för í þessu máli. En ég verð jafnframt að lýsa yfir miklum vonbrigðum með það að stjórnsýslan láti stífar reglur og metnað standa í vegi fyrir frumkvöðlum, sem vilja láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, því að kostnaðarlausu. Er það virkilega það sem íbúar Garðabæjar vilja? Lífsgæði og hjartað sem slær Eftir stendur að Garðbæingar hafa enn engan veitingastað að sækja í bænum sínum. Þeir verða af lífsgæðum sem ég tel eðlileg og nauðsynleg í nútímasamfélögum. Fyrir mig, sem hef haft aðsetur í sex löndum og kynnst því hversu mikilvæg hverfamenning er fyrir samfélögin, er það ekki ásættanlegt. Það er svo sannarlega „Himinn og haf" á milli þess sem bæjaryfirvöldum finnst mikilvægt í húsakosti undir veitingastað við Arnarnesvog og þess sem mér finnst skipta máli, þ.e. innra starfinu og hjartanu sem þar slær. Ég hef hins vegar fulla trú á því að fyrst bæjaryfirvöld þiggja ekki einkaframtakið, muni þau sjálf framkvæma. Innan tíðar tilkynni þau íbúum Garðabæjar hvernig þau ætli að stuðla að þessari framþróun. Fulltrúar bæjarbúa í bæjarstjórn hljóta að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að stuðla að lífsgæðum íbúanna og innri gæðum samfélagsins. Ég bíð því full eftirvæntingar eftir því að bæjaryfirvöld kynni áform sín í þessum efnum og vænti þess að geta sótt metnaðarfullan veitingastað við Arnarnesvoginn sem allra fyrst. Og satt best að segja finnst mér minnstu máli skipta hvort hann er staðsettur í hlýlegu timburhúsi eða glæsilegri steinbyggingu. Það er nefnilega ekki húsið sem skapar líf, það gerir fólkið.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun